Íslensk rannsókn vekur athygli vestra

Sigríður Sigurjónsdóttir og Wyatt Woodbery unnu vel saman í öndvegisverkefninu.
Sigríður Sigurjónsdóttir og Wyatt Woodbery unnu vel saman í öndvegisverkefninu.

Wyatt Woodbery, 17 ára bandarískur menntaskólanemi í Atlanta með áhuga á málvísindum, vann skólaverkefni innan rannsóknarverkefnis Sigríðar Sigurjónsdóttur og Eiríks Rögnvaldssonar, prófessora í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, undanfarnar þrjár vikur. „Íslenskan vakti áhuga minn,“ segir hann um óskina sem varð að veruleika.

Öndvegisverkefnið „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis“, sem styrkt er af Rannsóknasjóði Íslands, hefur verið í vinnslu síðan 2016. Wyatt Woodbery sá umfjöllun um það á vefnum, setti sig í samband við Sigríði sl. haust og bauð fram krafta sína í verkefninu. Hann gerði henni grein fyrir sér, lýsti yfir áhuga sínum á málvísindum og benti henni á að hann hefði kynnt sér grunnfræðigreinar málvísinda. „Fljótlega fékk ég jákvætt svar frá henni, sem staðfesti að það sakar aldrei að reyna.“ Sigríður tekur í sama streng. „Bréfið frá honum var svo einlægt og flott að ég sló til og sagði já,“ segir hún.

Pilturinn kom á eigin vegum til landsins með föður sínum fyrir áramót og vann í þrjár vikur við það að meta ensk málsýni þátttakenda í öndvegisverkefninu. Sigríður segir að 130 manns 13 ára og eldri hafi komið í viðtal, þar sem þeir hafi m.a. verið beðnir um að tala ensku, ímynda sér að þeir væru að lýsa Íslandi fyrir útlendingi. Vinna Wyatts hafi falist í því að meta íslenska hreiminn og færni viðkomandi í ensku.

Sjá samtal við Sigríði og Wyatt í  heild á baksíðu Morgunblaðsins í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »