Víða þæfingsfærð

mbl.is/Sigurður Bogi

Vetrarfærð er á öllu landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Höfuðborgarsvæðið: Hálka eða hálkublettir eru á stofnbrautum.

Suðvesturland: Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en ófært er á Krýsuvíkurleið. Skafrenningur er á Hellisheiði.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja á vegum og víða skafrenningur. Þæfingsfærð er í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi og á Skarðsströnd en þungfært er um Fróðárheiði. 

Vestfirðir: Það er víða hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð er um Steingrímsfjarðarheiði og þungfært um Þröskulda og um Bjarnarfjarðarháls. 

Norðurland: Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum og éljagangur eða snjókoma á flestum leiðum í Eyjafirði og í Skagafirði. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli sem og frá Hjalteyri að Ólafsfjarðarmúla. Ófært er um Víkurskarð. 

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum en þæfingsfærð á Hólasandi. Éljagangur er með norðausturströndinni og skafrenningur á flestum fjallvegum. 

Austurland: Snjóþekja eða þæfingur er á flestum leiðum á Héraði. Hálka er á Fagradal og með ströndinni til Hafnar. Þungfært er á Vatnsskarði eystra og á Vattarnesvegi en ófært um Fjarðarheiði. 

Suðausturland: Hálka er með suðausturströndinni milli Hafnar og Víkur. 

Suðurland: Víðast hvar hálka eða hálkublettir. Snjóþekja er á Laugarvatnsvegi milli Svínavatns og Laugarvatns. 

mbl.is