Herkastali seldur á ný

Herkastalinn var byggður árið 1916.
Herkastalinn var byggður árið 1916. mbl.is/Árni Sæberg

Sjóður í rekstri Gamma hefur sett Herkastalann, Kirkjustræti 2, á sölu. Fjárfestar keyptu húsið árið 2016 með hótelrekstur í huga. Þau áform voru hins vegar sett til hliðar.

Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í janúar 2016 var kaupverðið 630 milljónir. Það eru um 680 milljónir á verðlagi nú. Í umfjöllun um söluna í Morgunblaðinu í dag segir Valdimar Ármann, forstjóri Gamma, eignina bjóða upp á margvíslega möguleika.

„Í húsinu hefur verið rekin gisting í yfir 100 ár og því liggur beinast við að húsið hýsi einhvers konar gistirekstur. Þá væri mögulegt að nota húsið undir skrifstofur og til dæmis setja upp skrifstofuhótel.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert