Tryggja viðbótarfjármagn í vikunni

Höfuðstöðvar GAMMA við Garðastræti í Reykjavík.
Höfuðstöðvar GAMMA við Garðastræti í Reykjavík. mbl/Arnþór Birkisson

GAMMA stefnir á að tryggja Upphafi, fasteignafélagi fjárfestingasjóðs GAMMA, viðbótarfjármögnun í þessari viku og tryggja þar með rekstur félagsins. Þetta herma heimildir mbl.is.

Máni Atlason, framkvæmdastjóri GAMMA, gat lítið tjáð sig um fjármögnunina þegar mbl.is náði tali af honum í dag. 

„Eins og við höfum áður gefið út náðum við góðum áfanga í síðustu viku með samþykki skuldabréfaeigenda. Við munum vinna áfram í málinu og kappkosta að ljúka þessu eins fljótt og hægt er,“ segir Máni.

Í byrjun mánaðar kom fram að tryggja þyrfti nýja fjármögnun til að forða Upphafi frá falli. Félagið er með 277 íbúðir í byggingu. Eigið fé Upp­hafs hafði verið of­metið og kostnaður van­met­inn.

Skulda­bréfa­eig­end­ur Upp­hafs samþykktu skil­mála­breyt­ing­ar á skuld­um fé­lags­ins í síðustu viku en þær breytingar voru nauðsyn­leg­ar til að ljúka viðbótar­fjármögn­un með nýju skulda­bréfi að fjár­hæð eins millj­arðs króna. 

Máni gat ekki svarað því hvort tafir yrðu á byggingu íbúðanna vegna fjárhagsvandræðanna.„Það myndi alltaf vera til bóta að tryggja fjárhaginn til lengri tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert