Met sett við gröft í Dýrafirði

Dýrafjarðargöng. Vel gengur hjá gangamönnum þessar vikurnar.
Dýrafjarðargöng. Vel gengur hjá gangamönnum þessar vikurnar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dýrafjarðargöng lengdust um 111 metra í síðustu viku. Það er það lengsta sem gangamenn hafa komist á einni viku. Vegalengdin er með því besta sem gerist, jafnvel Íslandsmet að mati framkvæmdaeftirlits gangnanna.

Verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. grafa þessa mánuðina úr Dýrafirði. Í lok síðustu viku var lengd ganganna þeim megin orðin tæpir 797 metrar og samanlögð lengd ganganna 4.454 metrar. Eru þá aðeins eftir 847 metrar sem eru 16% af heildarlengd ganganna.

Framundan er næstsíðasta útskotið og verður því ekki slegið neitt met í þessari viku. Framkvæmdaeftirlitið útilokar þó ekki að ný met verði sett á komandi vikum, eftir að útskotsvinnu lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert