Fjórar sekúndur á milli sprenginga

Strompurinn verður sprengdur með fjögurra sekúndna millibili.
Strompurinn verður sprengdur með fjögurra sekúndna millibili. Ljósmynd/Lúðvík Þorsteinsson

Öll leyfi eru í höfn varðandi niðurrif Sementsstrompsins á Akranesi og því er ekkert nema helst veðrið sem stendur í vegi fyrir framkvæmdinni.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, greindi frá því í samtali við mbl.is fyrir áramót að strompurinn yrði sprengdur í tveimur hlutum á fyrstu sex vikum þessa árs en ljóst er að framkvæmdin frestast um einhvern tíma.

Fylgst verður með veðurhorfum og um tveimur vikum eftir að undirbúningur hefst við að bora í strompinn og setja í hann sprengiefni er gert ráð fyrir að hann verði felldur. „Það er verið að bíða færis í augnablikinu,“ segir Sævar Freyr.

Fyrst verður sprengt í 26 til 27 metra hæð og fjórum sekúndum síðar verður hann sprengdur niðri við rót. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að hann falli í átt að íbúabyggð. Nokkur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn verða rýmd í ör­ygg­is­skyni. 

Sér­fræðing­ar frá dönsku verk­fræðifyr­ir­tæki hafa veitt fyrirtækinu Work North ráðgjöf við niðurrifið. 

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert