Útlit fyrir 150.000 ráðstefnugesti í ár

Vaxandi markaður. Fyrirhugað Marriott Edition-lúxushótel við Hörpu er sagt styrkja …
Vaxandi markaður. Fyrirhugað Marriott Edition-lúxushótel við Hörpu er sagt styrkja ráðstefnumarkaðinn. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir dæmi um allt að 45% vöxt í ráðstefnugeiranum í borginni milli ára 2017 og 2018.

Áætlað sé að 130-140 þús. ráðstefnugestir hafi komið til landsins í fyrra. Miðað við sama vöxt verða þeir 150 þús. í ár.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, að þrátt fyrir fækkun ferðamanna í ár kunni tekjur ferðaþjónustunnar að aukast milli ára með breyttri samsetningu ferðamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert