Á brimdreka í mannlausri eyðimörk

Gott er að fara yfir ferðaáætlunina við kvöldroðann í Namibíu.
Gott er að fara yfir ferðaáætlunina við kvöldroðann í Namibíu. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar ég frétti að það ætti að reyna að „kæta“ meðfram strönd Namib-eyðimerkurinnar þá stóðst ég ekki mátið,“ segir Höskuldur Tryggvason, Höddi, í samtali við mbl.is en hann hefur nýlokið tíu tíma flugi frá Namibíu til Frankfurt og bíður eftir næstu vél til Íslands þegar blaðamaður nær af honum tali.

Hödda og Halldóri Meyer, félaga Hödda úr sportinu, tókst á dögunum að ferðast tæplega fimm hundruð kílómetra leið þar sem þeir og fleiri ofurhugar fóru á „brimdrekaflugi“ (e.kite surf) meðfram strönd Namib-eyðimerkurinnar í Namibíu. Ferðin tók tvær vikur, þar af sjö daga og sjö nætur í eyðimörkinni.

Vinirnir Höddi og Halldór eru sjóaðir brimdrekakappar.
Vinirnir Höddi og Halldór eru sjóaðir brimdrekakappar. Ljósmynd/Aðsend

Á öldum hafsins og eyðimerkurinnar

„Kite surf“, sem blaðamaður þýðir sem brimdrekaflug, er framkvæmt þannig að brimdrekakappinn styðst við upplásinn flugdreka og rennir sér á hafsins öldum með brimbretti undir fótunum. Höddi hefur stundað sportið um árabil og hefur ferðast víða um heim til þess að sinna áhugamálinu. Með Hödda og Halldóri í Namibíuferðinni voru fimm aðrir brimdrekakappar frá fjórum löndum, Þýskalandi, Venesúela, Brasilíu og Bandaríkjunum ásamt aðstoðarfólki sem sá um að aka og elda fyrir kappana en ekki minna en fimm fullbúnir jeppar dugðu til verksins.

Eins og áður segir ferðuðust Höddi og félagar um fimm hundruð kílómetra leið meðfram og yfir eyðimörk þar sem voru engir vegir og því eina leiðin að ferðast annað hvort á öldum hafsins eða eyðimerkurinnar.

Að nota vindorkuna til að renna sér á brimbretti krefst ...
Að nota vindorkuna til að renna sér á brimbretti krefst einbeitingar og leikni, sérstaklega ef það á að gera í marga daga. Ljósmynd/Aðsend

Engin þorp, bæir eða hús

„Namibía er rosalega fallegt land. Það var áður þýsk nýlenda og enn gætir töluverðra þýskra áhrifa í landinu,“ segir Höddi. Hann og félagar hans flugu til höfuðborgarinnar Windhoek hvaðan þeir keyrðu til Sossusvlei í austurhluta eyðimerkurinnar. Þar skoðuðu þeir m.a. hin frægu „dauðu tré“ sem hafa staðið dauð undanfarin sjö hundruð ár, án þess þó að grotna niður. Ferðinni var næst heitið til Luderitz, syðsta hluta Namib-eyðimerkurinnar, þar sem brimdrekaflugferðin hófst. 

Hin dauðu tré hafa verið dauð í um 700 ár.
Hin dauðu tré hafa verið dauð í um 700 ár. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ekkert í þessari eyðimörk. Það eru engin þorp, engir bæir eða hús. Við vorum eina fólkið þarna í mörg hundruð kílómetra radíus,“ segir Höddi. „Að hluta til erum við að „kæta“ og að hluta að keyra,“ bætir hann við en þar sem a.m.k. þarf um tólf til fimmtán hnúta vindhraða til þess að geta „kætað“ hafi ekki verið unnt að gera það alla daga. Þeir hafi þó náð að „kæta“ fjóra af sjö dögum. „Við kætuðum svona rúmlega helminginn af þessari strandlengju.“

Hinar gríðarstóru sandöldur Sossusvlei.
Hinar gríðarstóru sandöldur Sossusvlei. Ljósmynd/Aðsend

Höddi segir þó að það hafi verið litlu minna ævintýri að keyra yfir eyðimörkina. „Þetta er bara fært mjög öflugum jeppum. Maður er virkilega að keyra upp og niður sandöldur. Stundum var hægt að keyra meðfram ströndinni, það er þegar það var einhver strönd og fjara, en mest þurftum við að vera bara í sandöldunum. Það var algjört ævintýri.“ Þessu ævintýri hafi vitaskuld fylgt nokkur óhöpp en allt hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. „Það velti enginn en menn festu sig nokkrum sinnum.“

Góður jeppi er þarfaþing í ferð yfir mannlausa eyðimörk.
Góður jeppi er þarfaþing í ferð yfir mannlausa eyðimörk. Ljósmynd/Aðsend

Selir og sæljón syntu í kring

„Náttúrufegurðin þarna er gríðarleg. Þessi eyðimörk er stórkostleg upplifun út af fyrir sig,“ segir Höddi sem segir að þrátt fyrir að það sé sjaldgæft að sjá spendýr á þessum slóðum hafi á vegi þeirra félaga hafi m.a. orðið jackal-dýr, oryx-dádýr og springbok-dádýr, „og mörg hundruð þúsund sela og sæljóna,“ bætir Höddi við. „Þau voru auðvitað forvitin, höfðu aldrei séð svona áður. Þau eltu okkur og syntu í kringum okkur.“

Höddi segir framandi dýr þó ekki vera nauðsynleg til að sinna brimdrekafluginu enda stundi hann það allan ársins hring hér heima á Fróni. „Á þessum árstíma erum við líka mikið að „snjó-kæta,“ segir Höddi léttur í lund og bætir við að það komi stundum fyrir að kapparnir „snjó-kæti“ fyrri part dags, t.a.m. á Mosfellsheiði eða í Bláfjöllum, og taki svo törn í öldunum við Gróttu síðar um daginn.

Að neðan má sjá myndband og fleiri myndir úr ferðinni.

View this post on Instagram

Este video es solo una muestra de lo que es Namibia. Un pais realmente impresionante. Se los recomiendo!!! Recorrimos de sur a norte todo el desierto de Namibia acampando en lugares espectaculares frente al mar. Salimos sin ningun percance, no me quiero ni imaginar un accidente en ese desierto. El desierto tiene aproximadamente unos 600 kms de largo. Era impresionante ver como todos los dias cambiaba el paisaje. En las noches no podiamos dejar nada afuera de la carpa por que venian animales. Lo que mas me gustaba era navegar con las miles de focas que se encuentran en la costa y el rustiqueo por el desierto. El grupo inmejorable y con muy buen nivel de kite. La comida buenisima, jamas imagine que iba a comer tan bien. Todo realmente excelente! Sin duda alguna es el mejor viaje que he hecho en mi vida. Gracias a @Kitearmada_ por toda la organizacion y por haber hecho posible esta expedicion. Ahhhh y somos los pioneros en el mundo en realizar esta expedicion!!!

A post shared by Henrique Ulivi (@hulivi) on Feb 8, 2019 at 3:31pm PST

Okkar maður í góðum gír á afrískri strönd.
Okkar maður í góðum gír á afrískri strönd. Ljósmynd/Aðsend
Þó að í eyðimörk sé dýralífið oft fábrotið urðu á ...
Þó að í eyðimörk sé dýralífið oft fábrotið urðu á vegi Hödda ýmis glæsileg dýr. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Stefnt fyrir 42 milljóna fjársvik

09:07 Karl­manni, sem dæmd­ur var í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa fengið 87 ára gaml­an Alzheimer-sjúk­ling til að milli­færa á hann 42 millj­ón­ir, hefur verið stefnt af erfingjum mannsins. Hinn dæmdi er talinn hafa flutt lögheimili sitt til Þýskaland og hefur ekki fundist þrátt fyrir eftirgrennslan. Meira »

Eina úrlausnin að leita til dómstóla

08:53 Íslenska ríkið hefur slitið samningaviðræðum í sáttaumleitunum milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu, segir að engin önnur úrlausn sé í málinu en að leita til dómstóla. Meira »

Átt þú von á bréfi?

08:37 Á næstu dögum eiga 250 börn um land allt von á bréfi frá umboðsmanni barna. Bréfið inniheldur boð á Barnaþing sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík 21. og 22. nóvember. Meira »

Óvissa um æðarvarp í ár

08:18 „Við höfum ekki séð svipað ástand síðan á hafísárunum 1968. Einungis 15% af stofninum eru komin á varpstöðvarnar og virðist æðarstofninn hruninn á Norðausturlandi,“ segir Atli Vigfússon, bóndi í Laxamýri í Norðurþingi sem vonast til þess að ástæðan sé að æðarfuglinn sé seinna á ferðinni. Meira »

Kjararáð braut líklega lög

07:57 „Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn um afturvirka launahækkun til handa forstjórum ríkisstofnana 21. desember 2011,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um svar fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í blaðinu 25. maí. Meira »

Viðmið ölvunar verði óbreytt

07:37 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur til að fallið verði frá áformum um að lækka leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns og gera það refsivert ef magn vínanda í blóði mælist meira en 0,2 prómill. Meira »

Guðjón hafnaði bótatilboði

07:05 Sáttaumleitanir milli stjórnvalda og hinna nýsýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum og aðstandenda þeirra eru að sigla í strand eftir að Guðjón Skarphéðinsson hafnaði bótatilboði sáttanefndar stjórnvalda. Meira »

Slydda fyrir norðan

06:59 Ákveðnar norðlægar áttir og svalt í veðri næstu daga, einkum þó fyrir norðan. Skúrir eða dálítil slydduél á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir. Lægir á uppstigningardag, rofar til og hlýnar heldur. Meira »

Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum

05:30 Fulltrúar minnihlutans í Reykjavíkurborg lýsa sig andvíga hugmyndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð.   Meira »

Opna þrem vikum fyrr en vanalega

05:30 Fyrstu hálendisvegir hafa verið opnaðir fyrir almenna umferð. Er það óvenju snemma.  Meira »

Reiknað með viðræðum í sumar

05:30 Mikil fundahöld hafa verið að undanförnu í húsnæði Ríkissáttasemjara, bæði í kjaradeilum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar og í deilum sem ekki eru komnar á það stig. Meira »

Grunsamleg veðmál í fótboltanum

05:30 Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki. Meira »

Ekki horft til 4. orkupakka

05:30 Ekki liggur fyrir „fullnægjandi sviðsmynd“ um það hvernig fari, verði þriðji orkupakkinn samþykktur og sæstrengur lagður í framtíðinni. Þetta segja þingmenn Miðflokksins sem hafa andmælt innleiðingu þriðja orkupakkans undanfarna daga og nætur á Alþingi. Meira »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Infrarauður Hitalampi fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Frímerkjasafnarar
Frímerkjasafnarar Þýskur alvöru frímerkjasafnari vill komast í kynni við íslensk...