Unnið að mokstri um allt land

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Víðast hvar er hæglætisveður en færð er enn mjög þung á Austurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er yfir Fjarðarheiði og Fagradal, sem og á syðri Háreksstaðaleið og þungfært þaðan til Egilsstaða. Unnið er að mokstri um allt land.

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir eða hálka á nokkrum vegum.

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingur er á Skógarströnd, í Haukadal og í Heydal.

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þæfingur er yfir Þröskulda og þungfært víða á Ströndum.

Norðurland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Þæfingur er á Þverárfjalli og í Almenningum en ófært er um Víkurskarð og í Fljótum.

Norðausturland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þungfært er um Brekknaheiði og innansveitar í Vopnafirði en í Vopnafirði er þæfingsfærð. Ófært er um Hólasand og yfir Hófaskarð.

Austurland: Hálka, snjóþekja og snjókoma víða. Ófært er um Fjarðarheiði og Fagradal, sem og á syðri Háreksstaðaleið og þungfært er þaðan til Egilsstaða, en þungfært er víða á Héraði. Ófært er á Borgarfjarðarvegi norður af Eiðum og einnig á Hróarstunguvegi.

Suðausturland: Hálkublettir að mestu.

Suðurland: Þjóðvegur 1 er nokkuð greiðfær en sums staðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert