Leitað að Íslendingi í Dublin

Jóns Jónssonar er leitað í Dublin en ekkert hefur spurst …
Jóns Jónssonar er leitað í Dublin en ekkert hefur spurst til hans síðan á laugardaginn. Ljósmynd/Írska lögreglan

Hafin er leit að íslenskum karlmanni, Jóni Jónssyni, í Dublin, höfuðborg Írlands, sem ekkert hefur spurst til síðan um helgina. Málið er í höndum írsku lögreglunnar.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að umrætt mál sé komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins. Það sé í eðlilegum farvegi.

Fram kemur í írskum fjölmiðlum að Jón sé 41 árs að aldri og að síðast hafi sést til hans í Whitehall-hverfinu í Dublin um ellefuleytið að morgni laugardagsins.

Jón er sagður hafa verið á ferðalagi í Dublin. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við írsku lögregluna. 

Fjallað er meðal annars um málið á vefsíðu írska dagblaðsins Irish Independent í dag.

mbl.is