Stendur algerlega með Hallgerði

Norrænar goðsagnir finnst Kristínu Rögnu mergjaðar, þar sem persónur eru …
Norrænar goðsagnir finnst Kristínu Rögnu mergjaðar, þar sem persónur eru breyskar og margbrotnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er tvíþætt sýning, annars vegar mín túlkun á Njálssögu í formi tólf mynda og hinsvegar spennandi innsetning sem Gagarín vinnur, þar sem gestir taka þátt í gagnvirku listaverki en það kemur inn á skapferli og ákvarðanatöku hjá fólki. Lundarfar nokkurra þeirra meginpersóna Njálu sem ég dreg fram, hafði einmitt miklar afleiðingar í för með sér og mikil áhrif á framvindu þeirrar sögu“.

Þetta segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir rithöfundur og teiknari, en tólf myndir eftir hana eru hluti af sýningu sem er innlit í Brennu-Njáls sögu, og opnuð verður á Borgarbókasafninu síðar í vikunni.

„Myndirnar mínar eru af nokkrum atburðum úr Njálssögu sem höfðu keðjuverkandi áhrif, þar sem eitt leiddi af öðru og átti upptök sín í skapgerð fólks. Til dæmis samskipti Gunnhildar drottningar og Hrúts, en hún var seiðkona sem sætti sig ekki við svik hans í ástum þegar hann yfirgaf hana og lagði á hann þau álög að hann gæti ekki gagnast konu sinni Unni Marðardóttur heima á Íslandi. Sem varð til þess að hjónaband þeirra fór út um þúfur og það leiddi af sér enn aðra örlagaríka atburði. Ég er líka með mynd af því þegar Hallgerður neitar að láta Gunnar hafa hárlokk í bogann sinn og mynd af Njáli og Bergþóru. En þegar Hallgerður og Bergþóra mæta á sviðið fer blóðið að renna. Skapharka þeirra skiptir sköpum.“

Sjá viðtal við Kristíni Rögnu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert