100 ára gild trygging

Viðskiptavinir í eina öld. F.v.: Hermann Björnsson, Jón Árni Jóhannsson ...
Viðskiptavinir í eina öld. F.v.: Hermann Björnsson, Jón Árni Jóhannsson og Auður Daníelsdóttir. mbl.is/​Hari

100 ár eru liðin á morgun frá því að elsta vátryggingaskírteini íslensks tryggingafélags, sem enn er í gildi, var undirritað. Það var þegar Sjóvátryggingarfélag Íslands hf., sem nú heitir Sjóvá, gerði fyrsta tryggingasamning sinn og var hann við Jóhann Ólafsson & Co. um sjóvár- og farmtryggingu.

Félagið tryggði vörur í flutningi fyrir allt að 50.000 krónur með gufuskipi og allt að 10.000 krónur með segl- eða mótorskipi.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, og Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs Sjóvár, heimsóttu Jóhann Ólafsson & Co og afhentu Jóni Árna Jóhannsyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins blóm í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu og elstu vátryggingar Sjóvár. Þá ætlar Sjóvá að senda starfsfólki fyrirtækisins glaðning á föstudag í tilefni aldarafmælisins.

„Mér var boðið í 100 ára afmæli Jóhanns Ólafssonar & Co í október 2016. Þá vakti það athygli mína að sjá þetta tryggingaskírteini á heiðursstað uppi á vegg þar sem það blasti við öllum,“ sagði Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. „Sjóvá hélt upp á 100 ára afmæli sitt í fyrra og nú fögnum við 100 ára afmæli elsta vátryggingasamningsins, sem félagið gerði 15. febrúar 1919 og tryggingin er enn í gildi. Við viljum heiðra þetta langa og farsæla viðskiptasamband.“

Hermann sagði að bæði félögin hefðu haldið upp á þetta skírteini, enda sé þetta fyrsti tryggingasamningur um vörur í sjóflutningum sem gerður var á milli íslenskra fyrirtækja. „Við getum rakið viðskiptasögu margra okkar góðu viðskiptavina, stórra og þekktra fyrirtækja, marga áratugi aftur í tímann en það verður ekki lengra farið aftur en þetta því þarna var upphafið. Við erum ákaflega ánægð með samstarfið við Jóhann Ólafsson & Co., það hefur verið mjög farsælt og er gott og gaman að minnast þess núna,“ sagði Hermann.

Ætlaði að taka 100 ár!

100 ár eru liðin frá því að fyrirtækið Jóhann Ólafsson ...
100 ár eru liðin frá því að fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co keypti tryggingu af Sjóvá sem enn er í gildi Hari


Jón Árni Jóhannsson, framkvæmdastjóri Jóhanns Ólafssonar & Co., er þriðji ættliðurinn sem stýrir fjölskyldufyrirtækinu. Afi hans, Jóhann Ólafsson, stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum 14. október 1916 og stýrði því allt til dánardags 1963. Þá tók Jóhann J. Ólafsson, faðir Jóns Árna, við rekstri fyrirtækisins. Jón Árni tók við framkvæmdastjórninni árið 2009.

„Það kom tryggingasölumaður fyrir 2-3 árum og vildi gera okkur tilboð í tryggingar. Ég sýndi honum skírteinið og sagði að ég héldi að ég tæki allavega fyrstu hundrað árin hjá Sjóvá! Hann sagðist skilja það og ef hann hefði vitað þetta þá hefði hann sleppt því að koma,“ sagði Jón Árni.

Sjóvátryggingarfélag Íslands var stofnað 20. október 1918 og hóf starfsemi 15. janúar 1919. Á meðal stofnenda var Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins. Eins og nafnið bendir til tók félagið í fyrstu eingöngu að sér sér sjóvátryggingar. Fljótlega varð það fyrsta íslenska tryggingafélagið til að bjóða upp á almenna vátryggingastarfsemi. Sjóvátryggingarfélagið sameinaðist Almennum tryggingum hf. árið 1989 í Sjóvá-Almennar tryggingar hf. en í daglegu tali er félagið kallað Sjóvá.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3 og C-47 flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Í gær, 17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Í gær, 16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

Í gær, 16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...