200 þúsund fasteignir skráðar

200 þúsundasta fasteignin á Íslandi var skráð í dag.
200 þúsundasta fasteignin á Íslandi var skráð í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvö hundruð þúsundasta fasteignin á Íslandi var skráð í Þjóðskrá í dag.

Fasteign er eign sem hægt er að kaupa og selja, íbúð, jörð, iðnaðarhúsnæði, óbyggð lóð auk annarra tegunda fasteigna, að því er segir í tilkynningu.

Árið 2016 voru stofnaðar 155 fasteignir á mánuði en 261 árið 2018 sem jafngildir 69% aukningu í skráningu fasteigna milli ára. Frá 2016 hefur orðið 4% aukning á heildarfjölda skráðra fasteigna á Íslandi.

Heildarfasteignamat allra fasteigna hér á landi um síðastliðin áramót var 8.451 milljarður og brunabótamat var á sama tíma 9.105 milljarðar. Fasteignamati er ætlað að endurspegla gangvirði fasteigna en brunabótamati kostnað við endurbyggingu viðkomandi fasteignar.

Hækkun á heildarfasteignamati síðustu 3 ár er 55% en hækkun á heildarbrunabótamati 24%, samkvæmt tilkynningunni.  

Þjóðskrá Íslands í Höfðaborg í Reykjavík.
Þjóðskrá Íslands í Höfðaborg í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert