Kennarasambandið flytur í Borgartún

Kennarasambandið á að baki langa sögu í Kennarahúsinu, eða gamla …
Kennarasambandið á að baki langa sögu í Kennarahúsinu, eða gamla Kennaraskólanum, en félögin sem síðar mynduðu grunn KÍ hafa verið með aðsetur í húsinu við Laufásveg síðan árið 1992. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Kennarasamband Íslands (KÍ) gekk frá kaupum á húsnæði við Borgartún 30 í dag og mun starfsemi sambandsins flytjast þangað á vordögum. Félagið hefur verið á höttunum eftir nýju húsnæði í 15 ár.

Í frétt á vef Kennarasambandsins segir að nýja húsnæðið mæti nútímakröfum félagsmanna en aðgengismál fyrir fatlaða og hreyfihamlaða hafa aldrei verið í lagi í Kennarahúsinu.

Kennarasambandið mun leita allra leiða til að halda Kennarahúsinu áfram í sinni vörslu og nú standa yfir samræður við forsætisráðherra um framtíð hússins. Fram kemur í bréfi Ragnars Þór Péturssonar, formanns KÍ, til félagsmanna KÍ að það verði verkefni til framtíðar að marka Kennarahúsinu hlutverk við hæfi þótt að það sé löngu ljóst að húsið sé ófullnægjandi sem höfuðstöðvar stéttarfélags.

Kennarasambandið á að baki langa sögu í Kennarahúsinu, eða gamla Kennaraskólanum, en félögin sem síðar mynduðu grunn KÍ hafa verið með aðsetur í húsinu við Laufásveg síðan árið 1992.

„Það er býsna stór stund í sögu KÍ að færa starfsemina úr Kennarahúsinu. Tilfinningin er blendin. Þetta er þó nauðsynleg breyting svo byggja megi upp starfsemi sambandsins til framtíðar,“ segir Ragnar Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert