Erlendir svikahrappar í símanum

Óþekktir svikarar hringja í grunlausa í von um að hafa …
Óþekktir svikarar hringja í grunlausa í von um að hafa af þeim fé. mbl.is/Golli

Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna.

Helgi Kristjánsson segir að nokkrir íbúanna hafi fengið svona hringingar og hann þar á meðal. Hann segir að konur hafi hringt í karla og karlar í konur. „Konan, sem hringdi í mig, sagði að málið varðaði tölvuna mína,“ segir hann. „Mér fannst eins og búinn væri til ys og hávaði í bakgrunninum og var strax á varðbergi enda þótti mér þetta gervilegt, þakkaði fyrir og lagði á.“

Þegar Helgi heyrði af svipuðum hringingum innan heimilisins og í Ólafsvík var hann viss um að maðkur væri í mysunni. „Það er undarlegt að hringt sé í eldra fólk á sama svæði í sömu viku með sama erindið,“ segir hann.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglu hafi borist ábendingar um símhringingar frá óprúttnu fólki, sem talar iðulega ensku, segist vinna fyrir tölvufyrirtæki og nefnir gjarnan Microsoft Windows í því sambandi. Það býður fram aðstoð vegna vandamála sem eiga að hafa komið upp í tölvum og það fengið tilkynningar um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert