Fjórhjólum ekið um göngustíga

Fjórhjól í borgarlandinu utan vegar sem það má aka.
Fjórhjól í borgarlandinu utan vegar sem það má aka.

Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir.

Lesandi Morgunblaðsins sendi meðfylgjandi mynd sem tekin var milli Langavatns og Reynisvatns og sýnir ökumann fjórhjóls aka um stíg sem ætlaður er hestum og gangandi vegfarendum. Eins og skiltið sýnir er sérstaklega tekið fram að ökutæki megi ekki fara þarna um.

Viðkomandi lesandi segist eiga þarna leið um annað slagið og yfirleitt rekist hann á fjórhjól, stundum mörg í einu þar sem augljóslega séu ferðamenn undir stýri í skipulagðri hópferð. Slíkar ferðir hafa einnig verið tíðar við Úlfarsfell, göngufólki til ama.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert