Stefnir í góðan dag í brekkunum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag. Einnig Skálafell og …
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag. Einnig Skálafell og Hlíðarfjall. mbl.is/Golli

Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um eins og -3° hitastig en hér um bil logn víðast.

Í Bláfjöllum er opið 10.00-17.00. 2-3 metra vindur á sekúndu og frost -5°. Færið er troðinn púðursnjór. Spáin segir að þar geti hvesst með deginum.

Í Skálafelli er opið 10.00-17.00 líka. 2 metrar á sekúndu og frost -5°. Heiðskírt og færið er troðinn nýfallinn snjór.

Harðpakkaður snjór segir þá á vefsíðu Hlíðarfjalls en þar er opið 10-16 og veðrátta áþekk þeirri fyrir sunnan, þó kaldara geti orðið: „Hægviðri lengst af og sól með köflum.  Éljalaust. Frost 6 til 8 stig.“

Í Oddsskarði er opið 10.00-16.00 í öllum lyftum. Hæg austanátt og heiðskírt. Færið er unnið harðfenni og skv. heimildum þaðan eystra kvað dagurinn „frábær til að ná sér í D-vítamín og ferskt loft.“

Í Skarðsdal, Siglufirði, er opið 10.00-16.00 og veðrið mjög gott, að sögn. Fjórar lyftur opnar og átta brekkur. Einnig gönguskíðabraut. Í tilkynningu sem mbl.is berst frá þeim er talað um draumafæri og silkifæri. Það snjóaði 10sm í nótt.

Skíðasvæðið í Tindastól er opið frá 11.00-16.00 í dag. Veður stillt og gott. Göngubraut, töfrateppið og ein lyfta verða starfrækt í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert