Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Tíkin Þota verður eins árs í apríl. Hún lifði af ...
Tíkin Þota verður eins árs í apríl. Hún lifði af sex sólarhringa undir snjóflóði. Ljósmynd/Aðsend

Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga leituðu ábúendur á bænum, sveitungar þeirra og vinir að Þotu án árangurs, en hún var þá grafin undir snjóflóð sem fallið hafði í nágrenni bæjarins.

Sigrún Ólafsdóttir, sauðfjár- og hrossabóndi, segist vart hafa trúað sínum ...
Sigrún Ólafsdóttir, sauðfjár- og hrossabóndi, segist vart hafa trúað sínum eigin eyrum þegar sonur hennar færði henni fregnir af því að Þota væri fundin heil á húfi. Ljósmynd/Aðsend

„Við vorum búin að gefa upp alla von,“ segir Sigrún Ólafsdóttir, sauðfjár- og hrossabóndi í Hallkelsstaðahlíð en þar búa þau hjónin, Skúli Skúlason og hún, sonur þeirra Guðmundur Margeir Skúlason og Brá Atladóttir tengdadóttir þeirra. Þau eiga fimm hunda, fjóra border collie-hunda, þar á meðal Þotu, og einn íslenskan fjárhund. Á bænum er rekin stór sauðfjárrækt, tamningabú og ferðaþjónusta.

Það var á laugardagsmorgun sem Þota hvarf. Þá hafði tíkin Þota sem er tæplega ársgömul eins og aðrir hundar á bænum farið út í klukkutíma fyrir morgunmat, eins og aðra morgna. Allir hundarnir skiluðu sér fljótlega heim á bæ, en ekki Þota og síðar sama dag var heimilisfólkinu ljóst að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.

Vöknuðu um miðjar nætur og héldu að þau hefðu heyrt í henni

„Við héldum fyrst að hún hefði kannski farið eitthvað í kring, kíkt á hrossin, í fjárhúsið eða eitthvað,“ segir Sigrún. Hringt var á nágrannabæi og deilt á samfélagsmiðlum að tíkin væri týnd. „Við leituðum á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum,“ segir Sigrún, leitað var í hverjum krók og kima daginn sem hún hvarf og dagana á eftir.

„Við spurðumst fyrir á næstu bæjum, könnuðum hvort hún hefði lokast einhvers staðar inni, orðið undir snjó í skurði eða jafnvel komist í stóðið, orðið þar fyrir sparki, og hlaupið undan því. Síðustu dagana keyrðum við langar leiðir ef ske kynni að hún hefði farið fleiri kílómetra og villst,“ segir Sigrún.

Þá var leitað með dróna í sveitinni þegar veður leyfði, brunað á fjórhjólinu til fjalla og farið í göngutúra með hina hundana og þess freistað að þeir hefðu uppi á tíkinni. En allt kom fyrir ekki, engin ummerki voru um tíkina og leitin skilaði engu. Sigrún segir fjölskylduna hafa rokið upp oft um miðjar nætur dagana á eftir þegar þau þóttust hafa heyrt í hundi fyrir utan bæinn, en aldrei var þar Þotu að sjá og vonin dofnaði.

Guðmundur Margeir Skúlason, sonurinn á bænum, kom að tíkinni á ...
Guðmundur Margeir Skúlason, sonurinn á bænum, kom að tíkinni á föstudagsmorgun. Hún var glöð að sjá lífsmark á bænum en bærinn var mannlaus þegar hún kom að honum þar sem allir voru við morgunverkin. Á myndinni með honum er Brá Atladóttir kærasta hans. Ljósmynd/Aðsend

Þota kom skríðandi á móti syninum

Á föstudagsmorgun, sex sólarhringum eftir að Þota hvarf, þegar fjölskyldan var að sinna hefðbundnum morgunverkum fór sonurinn, Guðmundur Margeir Skúlason, heim að bænum til að taka á móti ferðamönnum sem þau áttu von á. Þegar hann kom að bænum rak hann upp stór augu; fyrir utan bæinn var Þota sem tekur á móti honum skríðandi, fegin því að sjá lífsmark á bænum. Heil á húfi en mögur, svöng og þreytt.

Svæðið þar sem Þota fannst. Eins og má sjá á ...
Svæðið þar sem Þota fannst. Eins og má sjá á myndinni hefur snjóhengja fallið niður hjá kartöflugarðinum sem er í 15-20 metra hæð ofan við ísilagt Hlíðavatn. Staurarnir í kartöflugarðinum eru u.þ.b. 150 cm háir. Ljósmynd/Aðsend

„Hann hringdi um leið og sagði að hún væri fundin. Við trúðum því varla,“ segir Sigrún. „Þetta voru þvílíkir fagnaðarfundir,“ segir Sigrún og bætir við að tíðindin hafi glatt marga sem höfðu komið að leitinni með einum eða öðrum hætti.

Skriðið inn í holuna sem Þota gróf til að komast ...
Skriðið inn í holuna sem Þota gróf til að komast úr snjóflóðinu. Ljósmynd/Aðsend

Morguninn sem Þota skilaði sér heim hafði snjór nýfallið og var því auðvelt að rekja spor hennar og komast til botns í því hvar hún hefði haldið til þá sex sólarhringa sem liðnir voru frá því að hún hvarf. Sporin leiddu að lítilli holu fyrir neðan kartöflugarð við Hlíðarvatn. Þar hafði safnast mikill snjór í hengju sem fallið hafði á Þotu.

„Hún hafði grafið sig upp heljarlangan veg. Í raun og veru var hún heppin að hafa ekki grafið sig út til hliðar þar sem flóðið var stærra. Og ef hún hefði farið í hina áttina hefði hún farið í jarðveg eða möl,“ segir Sigrún.

Við leitina að Þotu hafði hin fallna hengja verið skoðuð vandlega en erfitt var að meta hvort hún væri nýfallin eða hvort eitthvað væri liðið frá því hún féll. Allir voru þó sammála um að lítill hundur gæti ekki verið á lífi undir þessu fargi. „Þetta er merki um lífsvilja og kraft að hún hefði haft sig þarna upp,“ segir Sigrún en Þota gengur nú undir nafninu Snjóþota í sveitinni.

„Hún er býsna góð, kát og hress. Öll að koma til,“ segir Sigrún spurð um líðan Þotu. „Við þorum ekki annað en að fara varlega í sambandi við fóður, og tökum enga sénsa. Hún þarf á næstu vikum að byggja sig upp.“

mbl.is

Innlent »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »

83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri

14:58 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands eru 83% Íslendinga hlynnt því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkanir en aðrir. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

14:53 „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

14:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Með amfetamínvökva í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

14:02 „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...