Voru að losa bílana úr sköflunum

Skaflarnir við suðurhliðina á Hótel Siglunesi voru voldugir í dag.
Skaflarnir við suðurhliðina á Hótel Siglunesi voru voldugir í dag. Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Njarðvík

„Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. „Um tíma var svo ófært í gegnum Héðinsfjörð en nú er búið að opna þar aftur.“ Siglufjarðarvegurinn er hins vegar algjörlega ófær.

Margrét, sem var á leið akandi til Reykjavíkur er mbl.is talaði við hana, lenti í því að festa bílinn í skafli áður en hún komst út úr Siglufirði. Hún segir björgunarsveitina hafa verið fljóta að bregðast við, en annars hafi verið fátt fólk á ferðinni. „Þeir sáu okkur fara beint í skafl og voru komnir innan tveggja mínútna að aðstoða,“ bætir Margrét við.

Fín æfing fyrir strákana

Einar Áki Valsson hjá björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði segir sveitina hafa dregið nokkra bíla upp úr sköflum í dag. „Þetta er leiðinlegur snjór sem þjappast ekkert,“ segir hann og kveður hann að mestu vera eftir ofankomu næturinnar. „Þetta er þó fín æfing fyrir strákana í að vera á ferðinni,“ bætir hann við og samsinnir því að flestar götur bæjarins séu illfærar.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands má búast við áframhaldandi ofankomu á Siglufirði og nágrenni fram yfir hádegi á morgun, en þá fer eitthvað að draga úr.

Voldugur skafl er nú ofan á glerskálanum á Hótel Siglunesi.
Voldugur skafl er nú ofan á glerskálanum á Hótel Siglunesi. Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Njarðvík

Margrét rekur hótel Siglunes ásamt manni sínum og á myndunum sem hún sendi mbl.is sést að ekki munaði miklu að gesti snjóaði inni. „Það var skemmtilegt, miðað við þetta veður, að það var setið á hverju einasta borði í gærkvöldi og fólk gerði sér ferð frá Akureyri í þessu vetrarveðri til að koma á marokkóska staðinn,“ segir hún.

Sjálf var Margrét höfuðborgarbúi þar til fyrir tveimur árum og segir fannfergið nú kalla fram í hugann minningar úr Breiðholtinu í æsku.

Blint, mikil ofankoma og snjóflóðahætta

Líkt og áður sagði er Siglufjarðarvegurinn yfir Ketilás lokaður og verður hann ekki opnaður í dag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. „Það er mjög blint, mikil ofankoma og snjóflóðahætta,“ segir Jónas Gunnlaugsson, vaktstjóri á vaktstöð norður.

Ágætisfæri er þó inn á Ólafsfjörð og Dalvík og svo áfram yfir Öxnadalsheiði, þó að skafrenningur sé á öllum leiðum. „Eftir að þjónustu lýkur má þó búast við að það fari fljótt yfir í þæfing og verra,“ segir hann og kveður spáð versnandi veðri á Tröllaskaganum í kvöld. „Það er búið að snjóa mikið þarna í dag, síðan er víða hvasst og það skefur fljótt í stóra skafla á þeim stöðum þar sem snjór safnast saman,“ segir Jónas og minnir á að oft þurfi ekki nema einn skafl til að loka leið.

Útidyratröppurnar voru tandurhreinar í gærkvöldi, en í morgun var nauðsynlegt ...
Útidyratröppurnar voru tandurhreinar í gærkvöldi, en í morgun var nauðsynlegt að moka sig út. Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir Njarðvík
mbl.is

Innlent »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Tjá sig ekki um orkupakkann

05:30 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins á fundi sínum í gær. Sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna þriðja orkupakkans verði kynnt öðrum hvorum megin við helgi. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í mars/april í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum pot...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...