Sporðar íslensku jöklanna hopa

Eystri-Hagafellsjökull. Bakvið Harald Gunnarsson jarðfræðing má sjá dauðísinn sem slitnaði …
Eystri-Hagafellsjökull. Bakvið Harald Gunnarsson jarðfræðing má sjá dauðísinn sem slitnaði frá jökulsporðinum. Jökulsporðurinn taldist því hafa hopað um eina 700 metra frá haustinu 2017 til síðasta hausts. Ljósmynd/Einar Ragnar Sigurðsson

„Aðgengi að flestum jökulsporðum hefur breyst hratt. Það eru að myndast jökullón fyrir framan svo marga mælistaði að það getur verið erfitt að komast að jökulsporðunum til að mæla.“

Þetta segir Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur, sem hefur umsjón með sporðamælingum hjá Veðurstofu Íslands. Þetta á t.d. við um jökulsporða við sunnanverðan Vatnajökul og Sólheimajökul.

Hrafnhildur segir misjafnt á milli ára hve margir jökulsporðar eru mældir eftir því hvernig aðstæður eru til mælinga hverju sinni. Aðallega er stuðst við mælingar með GPS-tækjum en einnig er mælt með eldri aðferðum. Nú liggja fyrir mælingar frá meira en 30 mælistöðum og er von á fleiri mælingum. Vonast er til að heildarfjöldi þeirra verði nálægt 40, að því er fram kemur í Fréttabréfi Jöklarannsóknafélags Íslands.

Sporðar íslenskra jökla sem mældir voru á liðnu hausti hopuðu allir nema sporður Múlajökuls, að því er fram kemur í umfjöllun um þróun jöklanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert