Gefur lítið fyrir útreikningana

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gefur lítið fyrir fullyrðingar um kröfugerð ...
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gefur lítið fyrir fullyrðingar um kröfugerð félagsins.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vísar því á bug að kröfur félagsins myndu leiða til 70% - 85% launahækkana. Í samtali við mbl.is segir hann að grundvallarkrafan sé að hækka lágmarkslaun í 425 þúsund krónur á þremur árum og að útfærsla þess sé ekki mótuð, enda sé það eitthvað sem ætti að ræða í samningaviðræðum.

Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag að ef gengið yrði að kröfum Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar myndi það leiða til þess að launahækkanir félagsmanna gætu orðið á bilinu 70% til 85%.

Sagt var að kröfugerð Eflingar miðaði við að regluleg heildarmánaðarlaun hópbifreiðarstjóra hækkuðu úr að meðaltali 493 þúsund krónum í 913 þúsund krónur árið 2021

Útreikningar á eigin ábyrgð

„Það getur hver sem er lesið kröfugerðina hjá okkur og hún fjallar bara um það að hækka lágmarkslaun í 425 þúsund og svo er talað um það að hækkanir eigi að vera í formi krónutöluhækkana. Meira er ekki sagt um útfærslu á þessu,“ segir Viðar.

„Það að vera svo að heimfæra það eða láta það speglast í tölum í töflu sem er fyrir ofan lágmarkslaunin, það er bara eitthvað sem menn eru bara þá að leika sér að á eigin ábyrgð,“ bætir hann við og tekur fram að Efling hafi ekki lagt fram kröfur um hvernig þessari hækkun yrði háttað.

Það er samningsatriði hvernig launakröfur verða útfærðar í launatöflum og hefur félagið meðal annars sóst eftir því að endurskoða launatöflurnar, útskýrir framkvæmdastjórinn.

Dragi úr vaktavinnu og yfirvinnu

Spurður hvort útreikningarnir sem hafa verið birtir séu ekki líklegir til þess að byggja á því að yfirvinnuálag og vaktaálag muni hækka talsvert vegna hækkunar dagvinnukaups, segir Viðar hugmyndafræðina á bak við kröfugerð félagsins að hægt verði að lifa af dagvinnulaunum.

„Við vitum að fólk er að vinna yfirvinnu og í vinnu með vaktaálagi vegna þess að það er ekki hægt að lifa af dagvinnulaunum,“ segir hann og bendir á að hvati fyrir alla aðila til þess að draga úr yfirvinnu og vaktaálagi gæti myndast við hækkun dagvinnulauna.

Fara offari í árásum á kröfugerð

Í tilkynningu sem Efling hefur sent fjölmiðlum vegna umfjöllunar Fréttablaðsins segir að „Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar um hríð. Talað er um 60% til 85% hækkun launa hjá fyrirtækjum í landinu og kennt við sturlun og önnur álíka einkenni. Allt er þetta fjarri lagi.“

Vísar Efling á útreikninga sína á heimasíðu sinni þar sem félagið segist sýna að krafist er um 19,4% hækkun reglulegra launa á þremur árum að meðaltali.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Sólveig Anna Jónsdóttir mbl.is/​Hari

„Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, í tilkynningunni.

 „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt útfyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það,“ segir formaðurinn.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Innlent »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »

Rannsaka ferðir Tarrant um Ísland

16:08 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar nú ferðir hryðjuverkamannsins Brenton Harris Tarrant, sem myrti 50 í tveimur moskum í Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag, um Ísland. Meira »

Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

15:37 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar ollu eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík. Meira »

41,8% segjast styðja ríkisstjórnina

15:32 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hækkaði um eitt prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 23,6% miðað við 22,7% í síðustu könnun. Flokkurinn hlaut 25,2% atkvæða í kosningum. VG bætti við sig 0,3 prósentustigum og mælist með 11,4% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi og mælist nú með 11,1%. Meira »

83% hlynnt skattalækkunum tekjulægri

14:58 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusamband Íslands eru 83% Íslendinga hlynnt því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt fái meiri skattalækkanir en aðrir. Meira »

Niðurstöðurnar áhyggjuefni

14:53 „Þarna er um að ræða líflátshótanir og hótanir um nauðganir og barsmíðar,“ sagði Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins IPU, um niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem kynjamismunun og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn konum í þjóðþingum í Evrópu var kannað. Meira »

Búi sig undir að fjölga dómurum

14:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að mögulega þyrftu alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt, til þess að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Með amfetamínvökva í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Taldi tillöguna ekki tímabæra

14:02 „Ég taldi þessa tillögu einfaldlega ekki tímabæra,“ segir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í samtali við mbl.is spurð um bókun stjórnar Dómstólasýslunnar fyrir helgi sem síðan var send til fjölmiðla en Hervör greiddi atkvæði gegn henni. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar Ármannsson, ásamt Unnari Steini Hjaltasyni, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: Starting dates / Byrju...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...