„Þessi kokteill er draumur“

Guðjón Davíð Karlsson leikur stríðnispúkann Búkka sem villir um fyrir …
Guðjón Davíð Karlsson leikur stríðnispúkann Búkka sem villir um fyrir elskendunum ungu í Jónsmessunæturdraumi eftir Shakespeare. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Þetta er skemmtilegt leikrit sem býður upp á kómík, gleði, rómantík og ævintýri. Þessi kokteill er draumur hvers leikhúslistamanns,“ segir Hilmar Jónsson sem leikstýrir Jónsmessunæturdraumi eftir William Shakespeare sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld. 

„Ég held að alla í faginu dreymi um að takast á við Shakespeare, enda hefur þessi mikli leikhúsmógúll vomað yfir öllu í okkar bransa síðustu nokkur hundruð árin,“ segir Hilmar sem á 25 ára löngum leikstjórnarferli hefur þó ekki áður leikstýrt leikriti eftir skáldið fræga.

Spurður hvar hann staðsetji verkið í tíma og rúmi svarar Hilmar: „Við völdum verkinu stað í tímalausri nútíð á hóteli í Aþenu,“ segir Hilmar og tekur fram að ungur áhorfandi á æfingu fyrr í vikunni hafi haft á orði að geggjað væri að sjá Shakespeare-uppfærslu í „eighties“-anda. 

Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir í hlutverkum sínum sem …
Atli Rafn Sigurðarson og Birgitta Birgisdóttir í hlutverkum sínum sem álfakonungshjónin Óberon og Títanía, en árstíðir fara úr skorðum vegna hjónabandserja þeirra. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Sýningin sýnir okkur hvað gerist þessa helgi á hótelinu og hvað persónur eru að ganga í gegnum. Við vitum öll hvað getur gerst á Jónsmessunótt, þá opnast á milli heima, við hlaupum nakin út og veltum okkur upp úr dögginni, fólk úr huliðsheimi birtist og dýrin fara að tala.“

Hilmar leikstýrði síðast leiksýningu hérlendis 2014, en hefur frá aldamótum verið með annan fótinn í Svíþjóð þar sem hann hefur að jafnaði leikstýrt einni til tveimur uppfærslum á ári.

Í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag segir hann frá störfum sínum í Svíþjóð og um nálgun sína á Jónsmessunæturdraumnum þar sem hann leikstýrir nokkrum af þekktustu gamanleikurum landsins og einnig dóttur sinni, sem útskrifaðist af leikararbraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert