Sama upplifun og í Icesave-málinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Þingvöllum í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Þingvöllum í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að annaðhvort hafi ríkisstjórnin ákveðið að gefa eftir í samskiptum við erlenda kröfuhafa eða farið fram með „embættismannafrumvarp“ þegar samþykkt var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um og gjald­eyr­is­mál, í vikunni. Þetta sagði hann í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun.

Frum­varpið snerist í meg­in­at­riðum um hvort af­l­andskrónu­eig­end­um yrði heim­ilt að fjár­festa í inni­stæðubréf­um Seðlabank­ans í stað þess að setja féð ein­göngu inn á bund­inn reikn­ing.

Þingmenn Miðflokksins sögðu að með frumvarpinu, sem fæli í sér einhliða afléttingu fjármagnshafta, færu hagsmunir þjóðarinnar forgörðum, milljarðar króna. Lögðust þeir einir gegn frumvarpinu og ræddu það fram á rauðanótt í vikunni. Þingflokkurinn stækkaði nýverið þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, gengu til liðs við Miðflokkinn.

„Ætti ekki að koma á óvart“

Sigmundur Davíð sagði að það ætti ekki að koma á óvart að Miðflokkurinn gerði mál úr frumvarpinu.

„Ég er búinn að fjalla mikið um þetta undanfarin ár og þegar ég steig til hliðar sem forsætisráðherra gerði ég það til að restin af ríkisstjórninni fengi frið til að klára einmitt þessi mál því þau væru það mikilvæg fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Planið frá 2015 hafði gengið fullkomlega eftir og skilað ótrúlegum efnahagslegum viðsnúningi. Þetta voru 1.200 milljarðar sem menn óttuðust að rynnu hér úr landi og gætu sett efnahagskerfið á hliðina. Meirihlutinn af því, þrír fjórðu, var afgreiddur með slitabúunum sem afhentu meira en helminginn af þessum eignum ríkinu. Ekkert slíkt hefur gerst áður. Menn voru látnir fallast á það að afhenda þessar eignir ríkinu,“ sagði Sigmundur Davíð og benti á að stjórnvöld hefðu á sínum tíma sýnt að þeim væri alvara og þau myndu fylgja málinu eftir til enda.

„Það fylgdi líka sögunni að eitt yrði látið yfir alla ganga. Sá fjórðungur sem var eftir, þessar aflandskrónur, átti að sæta sams konar skilyrðum, m.ö.o. að menn þyrftu að greiða ákveðið framlag til að geta losað þetta fjármagn úr landi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Strax árið 2016 var farið að draga í land með upphaflega stefnu og farið að semja,“ bætti hann við, en þó hefðu viðkomandi aðilar þurft að greiða verulegt gjald.

Slæmt fordæmi fyrir stjórnvöld

Sigmundur sagði að nú hefðu stjórnvöld ákveðið að gefa enn frekar eftir og þeir sem síst af öllum hefðu verið tilbúnir til samstarfs, eigendur 84 milljarða sem eftir standa, ættu nú að fá sitt að fullu.

„Þetta er slæmt fordæmi fyrir stjórnvöld að gefa, því árangurinn í stóru aðgerðunum byggðist á því að menn tryðu að okkur væri alvara. Nú segja menn að það sé hægt að brjóta okkur á bak aftur,“ sagði Sigmundur. Með þessu yrði ríkið af um 30 milljörðum króna.

Björt Ólafsdóttir spurði Sigmund Davíð hvort þeir sem upphaflega greiddu gjald fyrir krónur sínar gætu heimt sitt gjald til baka í ljósi þess að jafnræðis hafi ekki verið gætt.

„Það er stór hluti af þessu, þetta með jafnræðið. Ef menn hefðu á sínum tíma ekki trúað stjórnvöldum og talið að hægt væri að bíða bara í þrjú ár og fá þá greitt að fullu, þá hefði enginn tekið þátt í neinu af þessu og þá sætum við föst í sömu sporum. Þeir aðilar, einhverjir alla vega, telja að þeir hefðu átt að gera það sama og bíða bara,“ sagði hann.

Björt ítrekaði spurninguna og spurði hvort stjórnvöldu gætu fengið þá kröfuhafa í bakið sem hefðu upphaflega fallist á áætlun stjórnvalda.

„Ég ætla að vona ekki, en liður í því að koma í veg fyrir slíkt var að tryggja jafnræði sem hefur ekki verið fylgt eftir. En vonandi sleppur það,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þingið hafi gleypt við „embættismannafrumvarpi“

Sigmundur sagði að málflutningur þingmanna þeirra sem stutt hefðu frumvarpið hefði m.a. snúist um að menn hefðu „ekki viljað hafa þetta hangandi yfir sér“ og að „það væri svo lítið eftir“. 

„Þetta eru gamalkunnug viðbrögð úr fyrri deilum. Málflutningurinn var ekki pólitískur að öðru leyti en því að þetta var bara embættismannafrumvarp sem þingmennirnir létu segja sér að væri gott og gilt,“ sagði Sigmundur Davíð.

Björt spurði hvort Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði að hans mati ekki haft stefnu um málið og látið ráðuneytið um að leysa málið.

„Annað af tvennu gerðist og byrjaði að gerast sumarið 2016. Annaðhvort var tekin upp sú pólitíska stefna að gefa eftir eða hitt, að stjórnvöld nenntu þessu ekki lengur, ákváðu að láta kerfið um þetta og kerfið fór á sína náttúrulegu stillingu sem er hin varfærna nálgun [...],“ sagði hann.

„Ég vona eiginlega ríkisstjórnarinnar vegna að þetta hafi ekki verið pólitísk stefna, heldur hafi hún bara ekki sinnt þessu. Það er það sem gerist þegar maður fær kerfisríkisstjórn, ríkisstjórn sem er ekki með sterka pólitíska sýn. Hún er ekki með sterka stefnu, heldur gekk út á það að skipta á milli sín stólum hjá mjög ólíkum flokkum og bæla niður stefnumál samstarfsflokkanna í staðinn fyrir að berjast fyrir sameiginlegri stefnu og sameiginlegri sýn,“ sagði Sigmundur Davíð.

Stundum þurfi að láta ausa yfir sig skömmum

Björt bar málið saman við Icesave-deiluna þar sem Sigmundur Davíð beitti sér í fararbroddi InDefence-hópsins fyrir því að fyrri áformum stjórnvalda yrði hafnað. Spurði hún hvort hann vonaðist til þess að geta haft rétt fyrir sér þegar upp væri staðið þótt Miðflokkurinn stæði einn í andstöðu nú. Sigmundur Davíð sagði að málin væru ólík, m.a. vegna efnahagslegrar stærðar Icesave-málsins.

„En ég upplifi akkúrat það sama og þegar maður var að byrja að tala um Icesave. Fólk upplifði það sem vesen. [...] Framan af fannst fólki það skrýtið. Þingið væri að vinna að mikilvægum málum og við værum að stöðva þingið og þetta mál. Málið var enda flókið og það sama á við um þessi stóru efnahagslegu mál sem við höfum verið að fást við. Fyrir vikið hefur maður lært af reynslunni að maður þarf stundum að láta ausa yfir sig skömmum í einhvern tíma með þeirri von að með aukinni umræðu og þegar menn setji sig inn í málin, þá öðlist þeir skilning á þeim,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »