Sama upplifun og í Icesave-málinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Þingvöllum í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í Þingvöllum í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að annaðhvort hafi ríkisstjórnin ákveðið að gefa eftir í samskiptum við erlenda kröfuhafa eða farið fram með „embættismannafrumvarp“ þegar samþykkt var frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um og gjald­eyr­is­mál, í vikunni. Þetta sagði hann í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun.

Frum­varpið snerist í meg­in­at­riðum um hvort af­l­andskrónu­eig­end­um yrði heim­ilt að fjár­festa í inni­stæðubréf­um Seðlabank­ans í stað þess að setja féð ein­göngu inn á bund­inn reikn­ing.

Þingmenn Miðflokksins sögðu að með frumvarpinu, sem fæli í sér einhliða afléttingu fjármagnshafta, færu hagsmunir þjóðarinnar forgörðum, milljarðar króna. Lögðust þeir einir gegn frumvarpinu og ræddu það fram á rauðanótt í vikunni. Þingflokkurinn stækkaði nýverið þegar Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, gengu til liðs við Miðflokkinn.

„Ætti ekki að koma á óvart“

Sigmundur Davíð sagði að það ætti ekki að koma á óvart að Miðflokkurinn gerði mál úr frumvarpinu.

„Ég er búinn að fjalla mikið um þetta undanfarin ár og þegar ég steig til hliðar sem forsætisráðherra gerði ég það til að restin af ríkisstjórninni fengi frið til að klára einmitt þessi mál því þau væru það mikilvæg fyrir samfélagið,“ sagði Sigmundur Davíð.

„Planið frá 2015 hafði gengið fullkomlega eftir og skilað ótrúlegum efnahagslegum viðsnúningi. Þetta voru 1.200 milljarðar sem menn óttuðust að rynnu hér úr landi og gætu sett efnahagskerfið á hliðina. Meirihlutinn af því, þrír fjórðu, var afgreiddur með slitabúunum sem afhentu meira en helminginn af þessum eignum ríkinu. Ekkert slíkt hefur gerst áður. Menn voru látnir fallast á það að afhenda þessar eignir ríkinu,“ sagði Sigmundur Davíð og benti á að stjórnvöld hefðu á sínum tíma sýnt að þeim væri alvara og þau myndu fylgja málinu eftir til enda.

„Það fylgdi líka sögunni að eitt yrði látið yfir alla ganga. Sá fjórðungur sem var eftir, þessar aflandskrónur, átti að sæta sams konar skilyrðum, m.ö.o. að menn þyrftu að greiða ákveðið framlag til að geta losað þetta fjármagn úr landi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Strax árið 2016 var farið að draga í land með upphaflega stefnu og farið að semja,“ bætti hann við, en þó hefðu viðkomandi aðilar þurft að greiða verulegt gjald.

Slæmt fordæmi fyrir stjórnvöld

Sigmundur sagði að nú hefðu stjórnvöld ákveðið að gefa enn frekar eftir og þeir sem síst af öllum hefðu verið tilbúnir til samstarfs, eigendur 84 milljarða sem eftir standa, ættu nú að fá sitt að fullu.

„Þetta er slæmt fordæmi fyrir stjórnvöld að gefa, því árangurinn í stóru aðgerðunum byggðist á því að menn tryðu að okkur væri alvara. Nú segja menn að það sé hægt að brjóta okkur á bak aftur,“ sagði Sigmundur. Með þessu yrði ríkið af um 30 milljörðum króna.

Björt Ólafsdóttir spurði Sigmund Davíð hvort þeir sem upphaflega greiddu gjald fyrir krónur sínar gætu heimt sitt gjald til baka í ljósi þess að jafnræðis hafi ekki verið gætt.

„Það er stór hluti af þessu, þetta með jafnræðið. Ef menn hefðu á sínum tíma ekki trúað stjórnvöldum og talið að hægt væri að bíða bara í þrjú ár og fá þá greitt að fullu, þá hefði enginn tekið þátt í neinu af þessu og þá sætum við föst í sömu sporum. Þeir aðilar, einhverjir alla vega, telja að þeir hefðu átt að gera það sama og bíða bara,“ sagði hann.

Björt ítrekaði spurninguna og spurði hvort stjórnvöldu gætu fengið þá kröfuhafa í bakið sem hefðu upphaflega fallist á áætlun stjórnvalda.

„Ég ætla að vona ekki, en liður í því að koma í veg fyrir slíkt var að tryggja jafnræði sem hefur ekki verið fylgt eftir. En vonandi sleppur það,“ sagði Sigmundur Davíð.

Þingið hafi gleypt við „embættismannafrumvarpi“

Sigmundur sagði að málflutningur þingmanna þeirra sem stutt hefðu frumvarpið hefði m.a. snúist um að menn hefðu „ekki viljað hafa þetta hangandi yfir sér“ og að „það væri svo lítið eftir“. 

„Þetta eru gamalkunnug viðbrögð úr fyrri deilum. Málflutningurinn var ekki pólitískur að öðru leyti en því að þetta var bara embættismannafrumvarp sem þingmennirnir létu segja sér að væri gott og gilt,“ sagði Sigmundur Davíð.

Björt spurði hvort Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði að hans mati ekki haft stefnu um málið og látið ráðuneytið um að leysa málið.

„Annað af tvennu gerðist og byrjaði að gerast sumarið 2016. Annaðhvort var tekin upp sú pólitíska stefna að gefa eftir eða hitt, að stjórnvöld nenntu þessu ekki lengur, ákváðu að láta kerfið um þetta og kerfið fór á sína náttúrulegu stillingu sem er hin varfærna nálgun [...],“ sagði hann.

„Ég vona eiginlega ríkisstjórnarinnar vegna að þetta hafi ekki verið pólitísk stefna, heldur hafi hún bara ekki sinnt þessu. Það er það sem gerist þegar maður fær kerfisríkisstjórn, ríkisstjórn sem er ekki með sterka pólitíska sýn. Hún er ekki með sterka stefnu, heldur gekk út á það að skipta á milli sín stólum hjá mjög ólíkum flokkum og bæla niður stefnumál samstarfsflokkanna í staðinn fyrir að berjast fyrir sameiginlegri stefnu og sameiginlegri sýn,“ sagði Sigmundur Davíð.

Stundum þurfi að láta ausa yfir sig skömmum

Björt bar málið saman við Icesave-deiluna þar sem Sigmundur Davíð beitti sér í fararbroddi InDefence-hópsins fyrir því að fyrri áformum stjórnvalda yrði hafnað. Spurði hún hvort hann vonaðist til þess að geta haft rétt fyrir sér þegar upp væri staðið þótt Miðflokkurinn stæði einn í andstöðu nú. Sigmundur Davíð sagði að málin væru ólík, m.a. vegna efnahagslegrar stærðar Icesave-málsins.

„En ég upplifi akkúrat það sama og þegar maður var að byrja að tala um Icesave. Fólk upplifði það sem vesen. [...] Framan af fannst fólki það skrýtið. Þingið væri að vinna að mikilvægum málum og við værum að stöðva þingið og þetta mál. Málið var enda flókið og það sama á við um þessi stóru efnahagslegu mál sem við höfum verið að fást við. Fyrir vikið hefur maður lært af reynslunni að maður þarf stundum að láta ausa yfir sig skömmum í einhvern tíma með þeirri von að með aukinni umræðu og þegar menn setji sig inn í málin, þá öðlist þeir skilning á þeim,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...