„Var lögst niður til að deyja“

Álftin er hér komin í skjól og á leið í …
Álftin er hér komin í skjól og á leið í Húsdýragarðinn. mbl.is/Eggert

Vel gekk að ná álft sem fest hafði dós í goggi sínum þegar gerður var út björgunarleiðangur nú í hádeginu. Að sögn Ólafs Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, var álftin aðframkomin og hafði lagst niður til að deyja þegar björgunarmenn komu á staðinn.

Álft­in, sem hafðist við á Urriðakots­vatni, hafði verið með gogg­inn fast­an í dós­inni í a.m.k. tvær vik­ur og hafa íbú­ar í hverf­inu haft tals­verðar áhyggj­ur af að henni, en Linda Hrönn Eggerts­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og íbúi í Urriðaholti ræddi í gær við mbl.is um tilraunir sínar til að fá aðstoð fyrir álftina.

Hún var örmagna og deyjandi þarna,“ segir Ólafur og því ljóst að ekki hefði mátt tæpara standa, en fenginn var maður með bát til að sigla á eftir álftinni.

„Hún var aðframkomin og þess vegna náðum við henni fljótt og erum nú komin með hana í Húsdýragarðinn.“

Ólafur Nielsen losar hér dósina af goggi álftarinnar.
Ólafur Nielsen losar hér dósina af goggi álftarinnar. Ljósmynd/Linda Hrönn Eggerts­dótt­ir

Álftin, sem er með sár í goggi mun dvelja í Húsdýragarðinum á meðan hún nær heilsu. „Við bárum á hana sótthreinsandi krem og það er verið að setja hana í búr,“ segir Ólafur og kveðst bjartsýnn á að álftin nái sér að fullu. „Hún er í góðum holdum,“ bætir hann við. „Þannig að þeir hugsa vel um hana.“

Álftin er með sár í munnviki eftir dósina.
Álftin er með sár í munnviki eftir dósina. Ljósmynd/Linda Hrönn Eggerts­dótt­ir

Ólafur segir mál álftarinnar því miður ekki vera einsdæmi, en iðulega berast til að mynda fréttir af fuglum sem hafa fest sig í plastrusli. Fyrir tveimur eða þremur árum rataði til að mynda himbrimi á Hafravatni í fréttirnar sem við eltum í tvo eða þrjá daga, en það var girni fast í honum.“

Dósabrotið sem festist á goggi álftarinnar.
Dósabrotið sem festist á goggi álftarinnar. mbl.is/Eggert
Dýralæknir er hér með álftina sem var aðframkomin.
Dýralæknir er hér með álftina sem var aðframkomin. mbl.is/Eggert
Vel var búið um álftina áður en farið var með …
Vel var búið um álftina áður en farið var með hana í Húsdýragarðinn. Ljósmynd/Linda Hrönn Eggerts­dótt­ir
Magni Þór Konráðsson hjá Firringu ehf. var fengin til að …
Magni Þór Konráðsson hjá Firringu ehf. var fengin til að koma með bát á staðinn til að sigla á eftir álftinni. Ljósmynd/Aðsend
Álftin var búin að vera með dósina í gogginum í …
Álftin var búin að vera með dósina í gogginum í a.m.k. hálfan mánuð er henni var bjargað. Ljósmynd/Linda Hrönn Eggerts­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert