Borgarráð fresti endanlegri afgreiðslu vegna andstöðu

Foreldrar segjast almennt ánægðir með leikskólastarfið og vilja ekki boðaðar …
Foreldrar segjast almennt ánægðir með leikskólastarfið og vilja ekki boðaðar breytingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar áttu í fyrradag fundi með starfsfólki og foreldrum þeirra barna sem eru á leikskólunum Suðurborg og Hólaborg í Suðurhólum í Breiðholti, en til umræðu hefur verið að sameina yfirstjórn leikskólanna og hafa foreldrar og starfsmenn gagnrýnt hugmyndina mjög.

Á fundinum var „lögð áhersla á að mikilvægt væri að gefa þessum breytingum meiri tíma og undirbúning. Það eru málefnaleg sjónarmið sem við teljum eðlilegt að viðra og höfum því óskað eftir því að borgarráð fresti því að taka málið til endanlegrar afgreiðslu, svo halda megi áfram samtali við starfsfólk og foreldra og freista þess að skapa meiri sátt um niðurstöðuna og útfærslu hennar með hag barna og fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi,“ segir í sameiginlegri bókun skóla og frístundaráðs Reykjavíkur.

Morgunblaðið hefur að undanförnu fjallað um þessi áform um sameinaða yfirstjórn leikskólanna. Leikskólakennari á Suðurborg sagði í samtali við blaðið í gær fleiri uppsagnir hafa borist vegna málsins. Hafa nú alls sex starfsmenn leikskólanna sagt upp störfum og eru enn fleiri sagðir íhuga að segja upp verði af sameiningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert