„Drullusama um framtíð krakkanna“

Stjórnmálastéttin fékk það óþvegið frá ungu kynslóðinni sem fjölmennti á Austurvöll í dag. Agla er nemandi í Laugarnesskóla sem var á mótmælunum og hennar skilaboð eru skýr. Stjórnmálamönnum sé „drullusama um framtíð krakkanna“ miðað við hvað verið sé að gera til að takast á við loftslagsbreytingar.

mbl.is fylgdist með á Austurvelli þar sem unga fólkið lét í sér heyra til að knýja fram aðgerðir í loftslagsmálum.

mbl.is