Mótmælendur krefjast aðgerða

Mótmælendur komu saman við Hallgrímskirkju og gengur niður á Austurvöll.
Mótmælendur komu saman við Hallgrímskirkju og gengur niður á Austurvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lofts­lags­verk­fall stúd­enta á Austurvelli hófst á hádegi í dag þegar mótmælendur komu saman við Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Stúdentar og fram­halds­skóla­nemar mót­mæla aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. 

Verk­fallið er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg, en skóla­verk­fall henn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli. Nú þegar hafa tugþúsund­ir ung­menna farið að henn­ar for­dæmi og flykkst út á göt­ur til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars í Belg­íu, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Mótmælendur vilja sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji rótttækar og afdráttarlausar aðgerðir. Þess er meðal annars krafist að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verður atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verður ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað. Þetta kemur meðal annars fram á Facebook-síðu mótmælanna.  

Mótmælendur krefjast aðgerða í loftslagsmálum strax.
Mótmælendur krefjast aðgerða í loftslagsmálum strax. mbl.is/Kristinn Magnússon
Baráttuhugur í mótmælendum.
Baráttuhugur í mótmælendum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina