Tryggingafélag læknis bótaskylt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að kona eigi rétt á bótum úr sjúklingatryggingu æðaskurðlæknis vegna lyfs, sem hún tók þegar hún var í meðferð hjá lækninum árið 2014.

Í lyfinu er efnið kínín, sem konan hefur ofnæmi fyrir og hún fékk sterk ofnæmisviðbrögð af töku lyfsins sama kvöld og varð fárveik.

Í dómnum segir, að konan hafi m.a. leitað til læknisins vegna fóta-óeirðar og hann hafi ráðlagt henni að taka lyfið Quinine Sulphate. Konan sagðist þá hafa nefnt við lækninn að hún hefði fyrir um 20 árum fengið sterk ofnæmisviðbrögð við kíníni en læknirinn talið að í ljósi þess hversu langt var liðið frá því atviki þá ætti það að vera konunni að meinalausu að taka lyfið. Haft er eftir lækninum í dómnum, að hann ræki ekki minni til þess að konan hefði greint honum frá þessum ofnæmisviðbrögðum.

Fljótlega eftir að konan tók lyfið inn fann hún fyrir mikilli vanlíðan og skjálfta auk verkja í baki og ógleði, að því er fram kemur m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert