Tókst ekki að staðsetja bílinn

Aðgerðirnar hófust um klukkan tíu í morgun.
Aðgerðirnar hófust um klukkan tíu í morgun. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Ekki tókst að staðsetja bíl Páls Mars Guðjóns­son­ar í gjánni við Ölfusá í dag þegar liðsmenn björg­un­ar­fé­lags Árborg­ar, sér­sveit­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra og sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæslu mældu lög­un og dýpt gjár­inn­ar í dag með svokallaðri fjölgeislamælingu.

Aðgerðirnar hófust um klukkan tíu í morgun og lauk á fimmta tímanum í dag. Markmiðið var að finna bif­reið Páls sem fóru ána skammt neðan við brúna að kvöldi 25. fe­brú­ar síðastliðinn. Leitað var við breiðurn­ar í ánni á hægri hönd þegar komið er að Ölfusár­brú úr vestri. Vonast er til þess að gögn úr fjölgeislamælingunni muni veita frekari upplýsingar um staðsetningu bílsins.

Odd­ur Árna­son yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi segir í samtali við mbl.is að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að staðsetja bílinn hafi aðgerðirnar heppnast vel. „Það er búið að safna gríðarlega miklu af gögnum. Það sem tekur við er að vinna úr þessum gögnum. Sumt sjáum við strax og úr öðru þarf að vinna,“ segir Oddur.  

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að við fyrstu greiningu á vettvangi á gögnum úr skönnun komu upp atriði sem tilefni var til að skoða betur og reyndist unnt að útiloka sum þeirra með málmleitartæki og með því að setja Gopro myndavélar niður á þeim hnitum í ánni en önnur gefa tilefni til frekari skoðunar þar sem að þar kom straumþungi, dýpi og grugg í veg fyrir að unnt væri að sannreyna með fullri vissu hvað væri þar.  

Næstu skref verða tekin á stöðufundi sem haldinn verður þegar búið verður að ganga frá eftir aðgerðir dagsins. Sérsveit Ríkislögreglustjóra og sérfræðinga Landhelgisgæslu munu vinna úr gögnunum hvor í sínu lagi að sögn Odds.  

Vinnan felst meðal annars í því að tengja saman gögnin úr hverri ferð með skannann og sjá hvort eitthvað kemur í ljós þar sem gefur síðan tilefni til frekari skoðunar. Þess má vænta að sú vinna taki alla næstu viku. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Liðsmenn björg­un­ar­fé­lags Árborg­ar, sér­sveit­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra og sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæslu mældu lög­un …
Liðsmenn björg­un­ar­fé­lags Árborg­ar, sér­sveit­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra og sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæslu mældu lög­un og dýpt gjár­inn­ar í dag með svokallaðri fjölgeislamælingu. Ljósmynd/Guðmundur Karl
Frá aðgerðum við Ölfusá í dag.
Frá aðgerðum við Ölfusá í dag. Ljósmynd/Guðmundur Karl
Ekki tókst að staðsetja bílinn í dag en með fjölgeislamælingunni …
Ekki tókst að staðsetja bílinn í dag en með fjölgeislamælingunni var hægt að afla mikilla gagna sem nú verður unnið úr. Ljósmynd/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert