Falin hætta á hálendinu

Hersing fólks kom að því að bjarga bílunum upp úr ...
Hersing fólks kom að því að bjarga bílunum upp úr köldu lóninu. Ljósmynd/Eiður Smári Valsson

„Það er eiginlega ómögulegt að vita af þessu nema þú vitir upp á hár að þetta sé þarna,“ segir Eiður Smári Valsson leiðsögumaður um krapapytti sem verða að eins konar ísilögðum lónum á hálendinu. Tveir bílar fóru niður um vök í slíku lóni nærri Hnausapolli á Fjallabaki í síðustu viku. 

Eiður vakti athygli á krapapyttinum sem hefur breyst í lón á Facebook-síðu sinni nýverið og hvatti fólk til að vara sig á því. Krapapytturinn er orðinn að um tveggja metra djúpu vatni með 20-40 sentimetra þykkum ís ofan á sem heldur ekki bílum. 

Vanir menn óku bílunum sem fóru niður vökina en Eiður segir að jafnvel vönustu menn eigi erfitt með að sjá að ísilagt lón sem þetta sé fram undan. „Þetta lítur út eins og spegilsléttur sandur með smá ís eða snjó yfir.“

Lífshættulegar aðstæður

Það getur verið lífshættulegt að lenda ofan í vök sem þessari. „Ekki spurning. Það þarf ekkert að skafa ofan af því. Það var þó ekkert nálægt því í þetta skiptið. Það var bíll ekkert of langt í burtu og haugur af mannskap sem fór af stað svo þeir voru alveg í þokkalegum málum.“  

Ísinn á lóninu er 20-40 sentimetra þykkur og heldur ekki ...
Ísinn á lóninu er 20-40 sentimetra þykkur og heldur ekki bílum. Ljósmynd/Eiður Smári Valsson

Eiður segir að það sé mjög óvenjulegt að svona lón myndist. „Ég myndi segja að það sé mjög óvenjulegt að svona aðstæður verði. Veturinn er auðvitað búinn að vera mjög snjóléttur og bjánalegur þannig að menn áttu kannski ekki von á því að þetta myndi myndast.“

Venjulega er hægt að keyra á svæðinu þar sem mennirnir lentu í vökinni. „Landið þarna liggur aðeins lægra en allt í kring. Þetta er í rauninni slétta en svo er örlítil dæld í henni þarna. Það er mjög vel þekkt að fólk getur ferðast þarna á veturna því þarna myndast krapi en nú hefur ekki verið neinn snjór og bara vatn í rauninni og allur snjór sem hefur myndast þarna hefur bráðnað jafnóðum. Í staðinn fyrir að það safnist vatn í snjó sem verður þá að krapa sem þú getur í raun ekki sokkið neitt djúpt í þá myndaðist bara stöðuvatn þarna.“

Reynsla og upplýsingaflæði mikilvægt

Eiður segir að reynslan hjálpi mikið til ef koma á auga á aðstæður sem þessar. „Reynslan og upplýsingaflæðið hjálpa til. Þess vegna setti ég þennan póst á Facebook. Það sést reyndar á hæðarlínum á kortum ef maður rýnir vel í þau að landið sé lægra þarna og yfirleitt eru fleiri jeppar á ferð saman sem eru ekki á jafn mikilli hraðferð og þeir voru þarna. Það þarf auðvitað líka að keyra varlega.“

Eiður segist ekki hafa orðið var við fleiri sambærileg lón á svæðinu. „Við höfum ekki orðið varir við það og við erum mikið þarna. Hálendið er bara snjólaust og færðin er fín.“ 

mbl.is

Innlent »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Starfsmaðurinn smitaði ekki ferðamanninn

15:44 Það er útilokað að starfsmaðurinn á Efstadal, sem var smitaður af E.coli, hafi smitað erlendan ferðamann þann 8. júlí. Ferðamaðurinn smitaðist þó að aðgerðir á staðnum hafi átt að koma í veg fyrir það. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......