Hægviðri um allt land en dálítil él

Spáð er suðlægri átt í borginni í dag og hæglætisveðri.
Spáð er suðlægri átt í borginni í dag og hæglætisveðri. mbl.is/Árni Sæberg

Hæg suðlæg átt verður á landinu í dag, en suðvestan 8-13 metrar á sekúndu norðan til og lægir þar síðdegis. Þá er gert ráð fyrir dálitlum éljum um vestanvert landið, en þurru austast fram yfir hádegi. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig, en vægt frost í innsveitum norðanlands. 

Í kvöld má svo búast við vaxandi sunnanátt, sunnan 8-13 metrum á sekúndu og rigningu eða skúrum í nótt. Eftir hádegi á morgun gengur í sunnan 10-18 metra á sekúndu, hvassast um landið norðvestanvert, og bætir í úrkomu, en skýjað og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig. 

Á þriðjudag snýst svo í suðvestanátt og kólnar aftur með éljum, en rofar til austanlands.

Veðurhorfur næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestanáttir og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan til. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. 

Á föstudag:
Útlit fyrir hlýja suðlæga átt með rigningu um morguninn, en síðar vestanhvassviðri eða -storm með talsverðum éljagangi og kólnandi veðri. 

Á laugardag:
Vestanstrekkingsvindur og él, en mun hægara og bjart með köflum N- og A-lands og hlýnar dálítið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert