Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Gaman að vera á verkstað með skrúfjárnið við að tengja …
Gaman að vera á verkstað með skrúfjárnið við að tengja og setja upp búnað, segir Þóra Björk í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna.

Iðnnám var tebollinn

Aðild að Félagi fagkvenna eiga 45 konur, sem eru ýmist nemar, eða hafa lokið sveins- eða meistaranámi í iðngreinum þar sem karlar hafa verið ráðandi til þessa. Þessi fög eru raf- og rafeindavirkjun, málaraiðn, múraraiðn, húsa- og húsgangasmíði, blikksmíði, bílasprautun, bifvélavirkjun, vélstjórn, pípulagnir, skósmíði og skrúðgarðyrkja. Konur í félaginu vöktu athygli á sér og sínu á iðnnámskynningunni Mín framtíð 2019 sem haldin var í Laugardagshöll um síðustu helgi.

„Nei, ég held að enginn sé að kippa sér upp við að konur taki sveinspróf í sinni iðngrein. Að tala um sveina í þessu samhengi er hins vegar karllægt orðalag sem við erum ekki að setja fyrir okkur,“ segir Þóra sem fór í framhaldsnám sitt með nokkuð hefðbundnum hætti. Brautskráðist með stúdentspróf og innritaðist í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún fann sig ekki og hætti. Sneri þá aftur vestur á firði og hafði þá fundið að iðnám væri hennar tebolli.

Sjá samtal við Þóru í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert