Seinkunin algert aukaatriði

Skorsteinninn var jafnaður við jörðu með seinni sprengingu klukkan 15 …
Skorsteinninn var jafnaður við jörðu með seinni sprengingu klukkan 15 í dag. mbl.is/Eggert

„Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag.

Hann segir seinkun algert aukaatriði þegar hugað sé að öryggi. 

„Þetta gekk allt að óskum þó að það hafi verið meira en fjórar sekúndur á milli sprenginga. Það skýrist af því að í fyrri sprengingunni féll brak á vírinn sem átti að stýra þeirri seinni. Það tók hálftíma að kippa því í liðinn og svo var seinni sprengingin gangsett um klukkan 15.“

Hér að neðan má sjá myndasyrpu sem ljósmyndari mbl.is tók af fyrri sprengingunni.

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert