Ekkert amaði að fólkinu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Björgunarsveitarfólk kom að jeppafólki, sem var í vandræðum við Langjökul, á áttunda tímanum í morgun eftir um sex tíma ferðalag.

Ekkert amar að fólkinu en svo virðist sem bíll eða bílar hafi bilað eða þeir fest sig.

Um hálfníu í morgun lögðu björgunarmenn af stað með fólkið í bílunum. Ferðin gengur afar hægt svo ekki er reiknað með þeim til byggða fyrr en um miðjan dag, að því er Slysavarnafélagið Landsbjörg greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert