„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis.
Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í sérstakri umræðu á Alþingi um starfsmannaleigur og eftirlit með þeim.

Þorsteinn sagði að það væri mikilvægt að halda umræðunni við það sem hann kallaði skipulagða glæpastarfsemi á þessu sviði, sem nái aðeins yfir örlítinn hluta vinnumarkaðarins. Þau fyrirtæki sem brjóti á starfsfólki sínu séu fáar en mjög alvarlegar undantekningar.

Hrein og klár brotastarfsemi

„Vandinn þegar verið er að glíma við slíkt er að oftar en ekki erum við að glíma við hóp einstaklinga sem eru í hreinni og klárri skipulagðri glæpastarfsemi, þar sem ásetningurinn frá upphafi er að brjóta á kjarasamningsbundnum réttindum, þar sem ásetningurinn er frá upphafi að hagnýta sér veika stöðu þess starfsfólks sem í hlut á. Því að það er jú það sem einkennir stöðu þessa hóps eðli máls samkvæmt,“ sagði Þorsteinn.

Þingmaðurinn minntist á skýrslu á vegum vinnuhóps Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þar sem til að mynda var talað um útvíkkun keðjuábyrgðar og baráttu gegn kennitöluflakki. Þorsteinn sagðist hafa viljað sjá frekari umfjöllun um mansalsmál, þar sem menn hagnýti sér með grófum hætti vanþekkingu og veika stöðu fólks á vinnumarkaði og þar sem einstaklingar eru með óeðlilegum hætti upp á vinnuveitanda sinn komnir, t.d. varðandi húsnæði eða varðandi atvinnuleyfi.

Þorsteinn spurði ráðherra hvernig hann ætlaði að beita sér. „Er eftirlitinu nægilega vel sinnt? Hefur það það fjármagn sem til þarf? Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samráð og samvinna lykilatriði

Ásmundur Einar benti á að hann hefði síðasta haust skipað starfshóp sem fór sérstaklega yfir þessi mál. Hópurinn hafi komið með fjölmargar tillögur og minntist Ásmundur sérstaklega á frumvarp sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir at­vinnu­vegaráðherra hef­ur lagt fram sem ætlað er að stemma stigu við mis­notk­un á hluta­fé­laga­form­inu og er þar kenni­töluflakk í at­vinnu­rekstri fyrst og fremst und­ir.

Hann sagði að sérstök samráðsnefnd hefði verið skipuð til að samhæfa aðgerðir og fyrsti fundur hennar hefði verið haldinn í síðustu viku en víðtækt samráð væri lykilatriði til að stöðva brotastarfsemi.

Þorsteinn sagði að umrædd skýrsla væri til margra hluta góð. Hann sæi þó fátt sem hann hefði ekki séð síðan hann kom fyrst að málaflokknum fyrir sex árum, alltaf væri talað um að herða lög og reglur en staðreyndin væri sú að verið væri að glíma við skipulagða brotastarfsemi.

Eftirlitið vandinn

„Vandinn er ekki löggjöfin heldur eftirlitið. Fólk að brjóta löggjöfina af hreinum ásetningi. Verður ekki upprætt nema með bókstaflegum ofsóknum í eftirliti,“ sagði Þorsteinn. Lausnin að hans mati felst í því að uppræta fyrirtæki sem fara ekki að núgildandi lögum.

Ásmundur Einar ítrekaði að langstærstur hluti fyrirtækja vildi gera vel. Það þurfti að ná til svörtu sauðanna þar sem um skipulagða brotastarfsemi væri að ræða. „Það hefur tekist að fá alla aðila að borðinu og þeir eru sammála um helstu útlínur hvernig hægt er að auka eftirlit með svörtu sauðunum,“ sagði Ásmundur.

Spurður um aukið fjármagn til verkefnisins sagði Ásmundur að allar stofnanir sem komi að verkefninu hafi gríðarlegt bolmagn og með því að setja það pólitískt á sé hægt að auka slagkraftinn.

Saman er hægt að vinna á þessu, það getur það enginn einn.

mbl.is

Innlent »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

í gær Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

í gær Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

í gær Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »