Tímafrestur til endurkröfu hefst á ferðadegi

Ef korthafi er staddur erlendis þegar flug er fellt niður …
Ef korthafi er staddur erlendis þegar flug er fellt niður og þarf að kaupa flug heim með öðru flugfélagi eru þau kaup ekki tengd endurkröfurétti vegna þess flugs sem fellt var niður. mbl.is/Eggert

Að gefnu tilefni vill Borgun benda þeim Mastercard kredit- og debit korthöfum, sem eiga pantað og hafa greitt fyrir flug með korti, á að tímafrestur til að gera endurkröfu hefst frá ferðadegi en ekki kaupdegi. Endurkröfurréttur takmarkast við flug sem fellt er niður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

Þar kemur fram að ef korthafi er staddur erlendis þegar flug er fellt niður og þarf að kaupa flug heim með öðru flugfélagi séu þau kaup ekki tengd endurkröfurétti vegna þess flugs sem var fellt niður.

Áður hafði komið fram í tilkynningu frá Valitor að tímafrestur til að gera endurkröfu sé 120 dagar frá því að þjónusta átti að vera afhent. Korthafar þurfi að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka korts.

Meginreglan sé að handhafar Visa- og MasterCard-greiðslu­korta, bæði de­bet- og kred­it­korta, eigi endurkröfurétt þegar fyrirframgreidd þjónusta hafi ekki verið eða verði ekki innt af hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert