Verslunarveldi á Vopnafirði

Nikulás Albert Árnason hefur tekið við rekstri sjoppunnar.
Nikulás Albert Árnason hefur tekið við rekstri sjoppunnar.

„Þetta er búið að vera strembinn mánuður við undirbúning en viðtökurnar hafa verið frábærar. Það hafa margir komið til að prófa og það er búið að vera mikið að gera,“ segir Nikulás Albert Árnason, verslunarmaður á Vopnafirði.

Nikulás og fjölskylda hafa um árabil rekið einu verslunina á staðnum, Kauptún. Á dögunum tók fjölskyldan við rekstri sjoppunnar í bænum, Ollasjoppu. Nú kallast sjoppan Robbinn, í höfuðið á afa Nikulásar sem byggði einmitt húsið sem hún er í.

„Fyrri eigendur voru að hætta rekstrinum svo við stukkum á þetta. Þetta fellur vel að rekstri verslunarinnar. Við sáum fram á að geta samnýtt innkaup og fleira.“

Í Morgunblaðinu í dag segir Nikulás að ákveðið hafi verið að hressa upp á útlit sjoppunnar á þessum tímamótum. Pabbi hans er smiður og smíðaðar voru nýjar innréttingar og notast við hillur úr búðinni.

„Þetta er sjoppa en það er hægt að fá hérna mjólk, ost, álegg og fleira. Svo leggjum við áherslu á grillið og reynum að gera það vel. Við kaupum nautakjöt héðan úr Vopnafirði og hökkum og pressum sjálfir í hamborgara. Svo búum við til okkar eigin sósur,“ segir hann. Þessi lína var lögð í Kauptúni síðasta sumar þegar Nikulás og hans fólk hófu að selja aðeins vopnfirskt kjöt á grillið með eigin marineringum. „Þetta er vopnfirskt þema. Ég held að bæði heimamenn og ferðamenn kunni að meta það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert