Engin niðurstaða vegna Airbus-véla

Önnur af tveimur þotum ALC á Keflavíkurflugvelli.
Önnur af tveimur þotum ALC á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Hari

Fundi fulltrúa Air Lea­se corporati­on (ALC), eigenda tveggja Airbus-flugvéla sem WOW air var með á leigu, og Isavia lauk síðdegis án þess að niðurstaða fengist. Isavia kyrrsetti aðra vélina vegna skulda WOW air.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fundurinn hafi verið fyrsta skref og farið hafi verið yfir málið. Til standi að fulltrúar ALC skoði vélarnar á Keflavíkurflugvelli og síðan verði viðræðunum haldið áfram einhvern næstu daga. Ekki liggi fyrir hvenær það verði.

Vél­arn­ar sem ALC á og eru á Kefla­vík­ur­flug­velli eru TF-GPA og TF-SKY og var sú fyrrnefnda kyrrsett. 

ALC er að stærst­um hluta í eigu hins ung­verskættaða Steven Udvar-Házy, en hann var í fyrra í 572. sæti á lista For­bes yfir rík­ustu menn heims. Voru eign­ir hans þá metn­ar á 430 millj­arða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert