Dagný og co fækkar ekki

Jón Garðar Ögmundsson stýrir matvælafyrirtækinu Dagnýju og Co.
Jón Garðar Ögmundsson stýrir matvælafyrirtækinu Dagnýju og Co. mnl.is/Styrmir Kári

„Gjaldþrot WOW er auðvitað talsverður skellur fyrir okkur. Hér á bæ höfðum við hins vegar lengi fylgst með þróun mála hjá fyrirtækinu, búið okkur undir það versta og vænst hins besta. Áfallið var því minna en annars hefði verið.“

Þetta segir Jón Garðar Ögmundsson hjá matvælafyrirtækinu Dagný og co í Hafnarfirði. Það sinnti framleiðslu á öllum veitingum fyrir WOW air, þ.e. smáréttum, samlokum og fleira slíku fyrir áhafnir og farþega. Umfang þessara viðskipta var um 300 milljónir króna á ári.

WOW var einn stærsti viðskiptavinur Dagnýjar og co og segir Jón Garðar að því þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum með ýmsu móti. Það gildi t.d. um mannahald en hjá fyrirtækinu hafa verið á milli 80 og 90 starfsmenn. Þess utan hafi samvinnan við WOW verið einkar ánægjuleg, enda frábær starfsandi þar ríkjandi.

„Eðlilega eru umsvifin hér á bæ minni en var. Hins vegar vill svo til núna að margir af okkar starfsmönnum, sem koma erlendis frá, voru á leiðinni í frí fyrir mestu umsvifin sem verða í sumar. Við komumst því hjá uppsögnum, að minnsta kosti í bili, og höfum sett kraft í að afla nýrra viðskipta og gengur vel,“ sagði framkvæmdastjórinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert