Vilja kaupa eignir úr búi WOW

Skúli Mo­gensen hyggst end­ur­reisa flug­fé­lagið WOW air.
Skúli Mo­gensen hyggst end­ur­reisa flug­fé­lagið WOW air.

Hópur í kringum Skúla Mogensen hefur uppi áform um að endurreisa flugfélagið WOW úr rústum og byggja á lággjaldamódeli eins og upphaflegar áætlanir félagsins stóðu til að gert yrði.

Hópurinn leitar nú að 40 milljóna dollara innspýtingu í félagið í formi nýs hlutafjár en fjárfestar sem reiðubúnir eru að leggja þá fjárhæð til félagsins munu skv. fjárfestakynningu sem nú er til kynningar eignast 49% hlut í félaginu á móti Skúla, lykilstjórnendum WOW og þeim sem nefndir eru „aðrir stofnendur“ félagsins. Forsvarsmenn nýja félagsins, sem ber vinnuheitið NewCo, hyggjast kaupa „allar mikilvægar eignir“ út úr þrotabúi WOW air, þar á meðal vörumerkið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að lykilstjórnendur Arctica Finance, sem unnu náið með Skúla við fjármögnun WOW air á sínum tíma, hafi í fyrrakvöld fundað með Sveini Andra Sveinssyni, öðrum tveggja skiptastjóra félagsins.

Í nýjum áætlunum NewCo er gert ráð fyrir mun hraðari vexti en í tilfelli WOW á sínum tíma. Stefnt er að því að félagið hafi 7 vélar í rekstri strax á næsta ári en þeim fjölda náði WOW ekki fyrr en á fimmta rekstrarári sínu, 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert