Eyjamaður ákærður í fjórum málum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur gert kröfu um að gæsluvarðahald yfir karlmanni sem gekk berserksgang í bænum í síðasta mánuði verði framlengt um fjórar vikur.

Maðurinn var handtekinn vegna fjölda afbrota, meðal annars líkamsárása, hótana og skemmda á lögreglubíl. Hann var úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald.

Lögreglumenn fundu manninn í felum á háaloftinu heima hjá móður sinni. Hann hefur orðið uppvís að níu líkamsárásum og er enn ólokið rannsókn á fjölda mála sem hann er talinn eiga aðild að.

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er búið að ákæra manninn í fjórum málum, þar sem hann er sakaður um að hafa framið sjö mismunandi brot. 

Rannsókn málsins er í fullum gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert