Í varðhaldi fram að þingfestingu

mbl.is/Eggert

Landsréttur hefur staðfest að erlendur maður sem grunaður er um að hafa þrívegis aðstoðað útlendinga við að komast með ólöglegum hætti til Íslands og annarra ríkja skuli sæta gæsluvarðhaldi til 17. apríl næstkomandi, en þá verður ákæra á hendur honum þingfest.

Í hinum staðfesta gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að þau brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið eða tekið þátt í að fremja varði allt að sex ára fangelsi. Mat lögreglu er að ásetningur kærða sé „mikill og einbeittur“ í málinu.

Ákæra í máli mannsins verður sem áður segir þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 17. apríl, samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum.

Úrskurður Landsréttar

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert