Tekist á um nagladekkjasektir á Twitter

„Það er enn vetrarfærð sumstaðar annarsstaðar en í 101 og ...
„Það er enn vetrarfærð sumstaðar annarsstaðar en í 101 og margir sem eru á faraldsfæti um páskana,“ sagði í tísti lögreglunnar, sem svaraði gagnrýni Gísla Marteins Baldurssonar á Twitter. mbl.is/Samsett mynd

Nagladekk eru bönnuð á götum landsins frá og með deginum í dag og til 1. nóvember næstkomandi og liggur 80.000 króna sekt við því að aka um á nagladekkjum á banntímabílinu, séu öll fjögur dekkin undir bílnum negld.

Lögregla er þó ekki enn byrjuð að sekta fyrir nagladekkjanotkunina og er það í takt við það sem verið hefur undanfarin ár, en í fyrra tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að ekki yrði byrjað að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en 15. maí.

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lýsti því í samtali við mbl.is í morgun að lögreglan byrjaði ekki strax að sekta vegna orðalags í reglugerð „um að dag­setn­ing­in falli úr gildi ef akst­urs­skil­yrði krefjast vetr­ar­búnaðar.“ Lögregla horfi þá til veðurspár um allt land, við að meta hvenær byrja skuli að sekta.

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður sagði á Twitter-síðu sinni í dag það græfi undan trausti á lögreglunni ef það væri matsatriði hvort að það ætti að framfylgja lögum. Hann bætti því svo við, að naglar drepi fleiri en þeir bjarga og vísar til þess að tugir látist árlega á Íslandi vegna svifryks sem væri aðallega tilkomið vegna nagladekkjanotkunar.

Lögreglan svaraði Gísla Marteini á Twitter og sagði ekki bannað að vera á nöglum núna ef færi krefðist þess. „Það er enn vetrarfærð sumstaðar annarsstaðar en í 101 og margir sem eru á faraldsfæti um páskana,“ sagði í tísti lögreglunnar.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, blandaði sér þá í umræðuna og sagði að sér þætti „óþægilegt“ að lögregla tiltæki sérstaklega póstnúmer miðborgarinnar í tísti sínu. Sagði hann tístið „gríðarlega gildishlaðið.“

Lögregla sagði að svo hefði alls átt að vera, en hins vegar væri það erfitt þegar lögreglu væri gert upp að vera ekki að sinna starfi sínu með réttum hætti.

„Hagsmunir og þarfir fólks eru misjöfn, stundum fer það eftir búsetu. Lögreglan reynir að fara skynsamlegan milliveg,“ sagði í svari lögreglu og því bætt við í öðru tísti að reynslan kenndi lögreglu að á þessum árstíma geti skapast aðstæður þar sem nagladekkja er þörf.

Gísli Marteinn gaf þó lítið fyrir þau svör, eins og lesa má hér að neðan.mbl.is

Innlent »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...