Umsóknum um vernd fjölgar

Hælisleitendur mótmæla í miðborginni.
Hælisleitendur mótmæla í miðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fjölgað á árinu frá sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar. Á vefsíðu stofnunarinnar kemur fram að 223 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd það sem af er ári. Í lok apríl í fyrra voru umsóknirnar 181 talsins.

Í nýliðnum mars bárust 77 umsóknir um alþjóðlega vernd en í mars í fyrra voru slíkar umsóknir 43. Í janúar í ár voru umsóknirnar 73 en 53 í fyrra, og í febrúar í ár sóttu 73 um vernd en 42 í febrúar á síðasta ári.

Flestir þeirra sem hafa sótt um vernd á þessu ári eru frá Írak, 30, Afghanistan, 22 og Moldóvu, 18. Ljóst er að fjölgun hefur orðið á umsóknum frá síðastnefndu löndunum tveimur en í lok apríl í fyrra höfðu 9 sótt um frá Afganistan og 3 frá Moldóvu en 34 frá Írak.

Útlendingastofnun tilkynnti í janúar á þessu ári að Moldóva hefði verið fært á lista stofnunarinnar yfir lönd sem teldust örugg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert