Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.
Hugmynd að stoppistöð borgarlínu.

Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu.

Hins vegar muni framkvæmdir á svæðunum hafa neikvæð áhrif á grunn- og leikskóla, opin svæði, útivist og náttúru. Þá kemur fram í drögunum að áhrif á menningarminjar verði óveruleg og sömuleiðis áhrif á núverandi stofnanir og starfsemi.

Í drögunum segir meðal annars: „Bæði svæðin eru í góðri gönguvegalengd frá fyrirhugaðri Borgarlínu, eins og hún er sett fram í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það undirstrikar mikilvægi þess að umrædd svæði verði nýtt til uppbyggingar þéttrar byggðar. Vegna staðsetningar reitanna er eðlilegt að setja uppbyggingu á þeim í sérstakan forgang, sérstaklega ef viðkomandi reitur liggur við fyrsta áfanga Borgarlínu.“

Um áhrif á menningarminjar segir að við gerð deiliskipulags á Sjómannaskólareit hafi verið haft samráð við Borgarsögusafn og Minjastofnun. „Þær helstu menningarminjar sem finna má á Sjómannaskólareit munu njóta verndar og verða afmörkuð opin græn svæði umhverfis þær,“ segir í drögunum, sem um er fjallað í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert