„Íslensk lopapeysa“ sé verndað afurðarheiti

mbl.is/Ásdís

Matvælastofnun hefur borist umsókn frá framleiðendahópi á handprjónuðum íslenskum lopapeysum þar sem sótt er um vernd fyrir afurðarheitið „íslensk lopapeysa.“ Handprjónasamband Íslands er í forsvari fyrir umsókninni.

Um er að ræða umsókn um vernd afurðarheitis skv. lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

Þetta kemur fram á vef MAST.

Þar segir, að í þessu tilviki sé sótt um vernd sem vísi til uppruna sbr. 4. gr. laganna.

Samkvæmt. 2.mgr. 15.gr. sömu laga er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar eða fyrir 29. júní 2019, að því er segir í tilkynningu MAST. 

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert