Selja 25 þúsund kaffihylki á dag

Nespresso í Smáralind.
Nespresso í Smáralind.

Tuttugu og fimm þúsund Nespresso-kaffihylki seljast dag hvern hér á landi, að sögn Jónasar Hagan Guðmundssonar, eins eigenda umboðs Nespresso á Íslandi.

Sú sala samsvarar rúmlega níu milljónum hylkja á ársgrundvelli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Jónas segir velgengnina hér heima hafa vakið mikla athygli hjá móðurfélaginu. „Nespresso rekur sínar búðir sjálft í 90% tilvika, en á minni mörkuðum eins og á Íslandi eru umboðsaðilar með verslanirnar. Það vekur athygli að við séum að selja 25 þúsund hylki á dag á aðeins 150 þúsund manna markaði hér á höfuðborgarsvæðinu.“

Nespresso opnar í dag nýja verslun í Smáralind, en á næsta einu til tveimur árum hyggst fyrirtækið setja upp sjálfsala með kaffihylkjum úti á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert