Fyrirtaka gegn Isavia boðuð á fimmtudag

Kyrrsetta vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli.
Kyrrsetta vélin í eigu ALC í vörslu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Fyrirtaka hefur verið boðuð í Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi fimmtudag í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia.

Eins og mbl.is greindi frá í gær lagði ALC fram aðra aðfararbeiðni gegn Isavia fyrir héraðsdómi í gær þar sem þess var krafist að farþegaþota sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli verði látin laus, þar sem búið sé að greiða skuldir hennar í samræmi við úrskurð héraðsdóms frá því í síðustu viku.

ALC lagði fyrst fram aðfar­ar­beiðni gegn Isa­via þann 20. apríl þar sem þess var kraf­ist að Isa­via léti af hendi farþegaþot­una TF-GPA sem kyrr­sett var við gjaldþrot WOW air þann 28. mars. Úrsk­urður héraðsdóms féll á fimmtu­dag, þar sem Isa­via var sagt mega aftra brott­för vél­ar­inn­ar vegna þeirra gjalda sem tengj­ast vél­inni sjálfri. Það félli ekki yfir aðrar skuld­ir WOW air við Isa­via, en kyrr­setn­ing vél­ar­inn­ar átti að vera trygg­ing fyr­ir um tveggja millj­arða skuld WOW air við Isa­via.

Isavia áfrýjaði því máli til Landsréttar og hefur boðað að það muni mótmæla nýrri aðfararbeiðni á þeim grundvelli að mál um sama atriði sé nú til meðferðar hjá æðri dómstól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert