Hross stöðva umferð í Ártúnsbrekku

Það brá væntanlega einhverjum bílstjórum við að sjá þessa hesta …
Það brá væntanlega einhverjum bílstjórum við að sjá þessa hesta á ferð í Ártúnsbrekkunni. Ljósmynd/Ólafur A. Jónsson

Umferð er nú stopp í Ártúnsbrekkunni vegna hrossa sem þar hlaupa laus um. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hestana, sem þá voru á ferð í Árbænum, á áttunda tímanum í morgun.

„Þau fara hratt yfir,“ sagði Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri í samtali við mbl.is og kvað nokkra hesta vera þarna á ferð.

Mbl.is hefur eftir sjónarvotti að tveir hestar hafi verið á akreininni yst til hægri, áður en beygt er að N1-bensínstöðinni og að þeir hafi verið búnir að skíta „allhressilega“ á götuna.

Lögregla vinnur nú að því að stöðva för hestanna með aðstoð frá hestamönnum.

Þessi hestur gerði sig heimankominn í garði á svæðinu.
Þessi hestur gerði sig heimankominn í garði á svæðinu. Ljósmynd/Sigurður G. Guðjónsson
Ljósmynd/Ólafur A. Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka