„Sýndu mömmu þinni hvað þig þykir vænt um hana“

„Dagurinn mömmu þinnar“ er í þessu tilviki ósennilega dæmi um ...
„Dagurinn mömmu þinnar“ er í þessu tilviki ósennilega dæmi um Ólafsfjarðareignarfallið, sem leyfir greini á eignarorðinu. Dagurinn mömmu þinnar virðist öllu heldur afsprengi þýðingar gerðrar í snatri. Skjáskot/Facebook

„Hey, Ekki gleyma mæðradeginum. Sýndu mömmu þinni hvað þig [sic] þykir vænt um hana með fullkomnari [sic] gjöf sem hún mun dýrka“, segir í ávarpi Kredia til væntanlegra smálántakenda í nýrri auglýsingu. Yfirskriftin er „dagurinn mömmu þinnar.“

Í aðdraganda stórhátíða, jóla, þjóðhátíðardagsins 17. júní, eða jafnvel bara þegar fer að líða að helgum í venjulegum vikum auglýsa ólögleg smálánafyrirtæki sérstaklega. Með því láta þau fólki líða eins og þau séu verri að eiga ekki fyrir því að halda uppá sérstök tímamót. Eða það segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is.

Auglýsinguna sem greint er frá hér birti Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fyrrum formaður Neytendasamtakanna, á Facebook. Þar leggja ýmsir orð í belg, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar: „Dagurinn mömmu þinnar? Hvað þykir þig vænt um? Fullkomnari gjöf en hvað? Þetta er nú meiri hroðinn - hugmyndin er ömurleg og textavinnslan sömuleiðis.“

„Þetta er svívirðilega ágeng auglýsing sem er beint að fólki sem á það ekki skilið. Þetta er ólíðandi. Þarna er verið að ólögleg lán og miðillinn sem er að auglýsa tekur þátt í þessum, hver sem hann er. Það er grafalvarlegt,“ segir Breki í samtali við mbl.is

Lögleg fyrirtæki aðstoða ólögleg fyrirtæki

Svo ber við að í morgun sendu Neytendasamtökin kröfu á fjárhagsupplýsingastofuna Creditinfo að hætta þjónustu við ólögleg smálánafyrirtæki.

„Ég geri greinarmun á löglegum smálánafyrirtækjum með svívirðilega vexti og ólöglegum smálánafyrirtækjum með ólöglega vexti,“ segir Breki í samtali við mbl.is. Þessi krafa snýr að þjónustu við hin síðarnefndu.

„Við krefjumst þess að Creditinfo taki fólk útaf vanskilaskrá sem er þar útaf ólöglegum smálánum,“ segir Breki. Með því að hafa fólk á vanskilaskrá vegna þessara ólöglegu smálána, séu innheimtufyrirtækin í rauninni að gera þessum ólöglegu fyrirtækjum kleift að halda áfram starfsemi.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

„Smálánafyrirtækin gætu ekki starfrækt sína ólöglegu starfsemi nema fyrir það að lögleg fyrirtæki eru að aðstoða þau.Við hvetjum fyrirtæki, eigendur þeirra og stjórnendur, að hætta að styðja við ólöglega smálánastarfsemi með því að þjónusta fyrirtækin,“ segir hann.

Óviðunandi starfshættir

Hann segir ólöglegu smálánafyrirtækin, sem sum eru rekin á erlendum kennitölum, stunda sérstaklega ágenga kynningarstarfsemi. „Þetta eru þau fyrirtæki á landinu sem eru því miður duglegust að hafa samband við viðskiptavini sína. Það gera þau oftar en ekki með því að höfða til þessara tilfinninga hjá fólki, eins og í aðdraganda stórhátíða,“ segir hann.

„Þetta er fólk sem er í mjög misjafnri aðstöðu til að geta varið sig. Það er af margvíslegum ástæðum. Þessar aðferðir sem Creditinfo hafa svo verið að beita, að senda fólki bréfpóst, þær sæma ekki. Ég krefst þess að þeir breyti starfsháttum sínum og hætti að skipta við þessi fyrirtæki,“ segir Breki.

Loks segir í bréfi Neytendasamtakanna að þess sé krafist að Creditinfo hverfi frá því að beita lántaka meintri öfugri sönnunarbyrði. „Creditinfo taka allar óskir smálánafyrirtækja gagnrýnislaust og setja fólk á lista. Svo þarf fólk sjálft að kæra sig útaf vanskilaskrá. Þetta gera þeir í staðinn fyrir að krefja smálánafyrirtækin um að sýna fram á lögmæti þessara krafna. Það er eins og hver sem er geti gengið þarna inn og sagt þessi aðili skuldar mér 10 milljónir og svo þurfi meinti skuldarinn að svara fyrir það en ekki sá sem ber málið upp,“ segir Breki.

Frétt uppfærð 15.10:

Creditinfo áréttar að berist Creditinfo andmæli við skráningu eða fyrirhugaðri skráningu á kröfum sem ekki hafa verið staðfestar með opinberri réttargjörð, eru þær ávallt afskráðar. Hins vegar eru skráningar sem byggðar eru á opinberum upplýsingum, s.s. áritaðar stefnur, dómar og árangurslaus fjárnám, ekki afskráðar af vanskilaskrá við andmæli hins skráða, enda búið að staðfesta vanskil með opinberri réttargjörð. Vanskil vegna smálána eru sjaldnast skráningar sem byggja á opinberum upplýsingum og því alltaf afskráðar ef einstaklingur andmælir skráningu.

mbl.is

Innlent »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »

Ásetningur „einarður“ og brotin „alvarleg og óvenjuleg“

12:42 Ásetningur karlmanns á þrítugsaldri, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, blekkingu og kúgun er sagður „einarður“ og brotin eru bæði „alvarleg og óvenjuleg,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Meira »

Dreifa álaginu á milli starfsmanna

12:28 Reynt hefur verið að skipuleggja mál þannig að álagið vegna umræðna um þriðja orkupakkann sem hafa staðið yfir þrjár nætur í röð dreifist sem best á milli starfsmanna Alþingis. Meira »

Samstillts átaks er þörf

12:06 Biðtími eftir liðskiptaaðgerðum verður ekki styttur með því einu að fjölga slíkum aðgerðum. Til að ná árangri þarf samstillt átak heilbrigðisþjónustunnar. Átak, sem átti að stytta biðtímann, bar ekki tilætlaðan árangur. Landlæknir leggur m.a. til að þessum aðgerðum verði útvistað tímabundið. Meira »

Mikið um dýrðir á opnun Monki

12:00 Múgur og margmenni var í Smáralind í morgun þegar opnun fataverslunarinnar Monki var fagnað. Mikið var um dýrðir, en verslanirnar sem eiga rætur sínar að rekja til Svíþjóðar eru þekktar fyrir sérstakan stíl og mikið glingur. Meira »

Vel á annað hundrað mál í biðstöðu

11:25 Vel á annað hundrað mál og fyrirspurnir bíða afgreiðslu vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann á Alþingi þar sem Miðflokksmenn hafa verið fyrirferðarmestir. Þetta segir þingflokksformaður VG. Meira »